4200% fjölgun moska í Svíþjóð á 25 árum

Á innan við 25 árum hefur múslímskum söfnuðum í Svíþjóð fjölgað úr fáeinum upp í um 300. Á sama tíma og kirkjum er lokað er verið að stofna nýjar bænastofur múslima í æ fleiri sveitarfélögum – stundum sem nýbyggðar moskur með stuðningi erlendis frá, stundum í breyttu verslunar- eða kjallarahúsnæði.

Þekkingin um hversu margar moskurnar eru í raun er takmörkuð. Það vantar opinberar tölur um hversu margar moskur eru til, hvað er prédikað og hvernig starfsemin er fjármögnuð. Í andrúmslofti umræðu þar sem gagnrýni er auðveldlega vísað á bug sem íslamófóbíu, er spurningin um hlutverk íslams í sænsku samfélagi orðin bæði viðkvæm og erfið yfirsýnar.

Ár 2000 var talið að fáeinar moskur væru í Svíþjóð, rætt oft um sjö moskur sem voru fyrir múslímskar bænastundir. Ár 2025 eru moskurnar nær 300 ef marka má yfirvöld til stuðnings trúfélögum, ef með mosku er átt við bænastað múslímskra trúarsöfnuða. Það gerir næstum 4200% aukningu á aðeins 25 árum.

Verið er að byggja fleiri moskur í Svíþjóð. Ein þeirra er í Helsingborg og er lýst sem stærstu mosku á Norðurlöndum sjá mynd að ofan. Söfnun peninga hefur náð 68 milljónum sænskra króna og er alþjóðleg, þannig að ekki er eftirlit með því, hvaðan peningarnir koma.

Karin Wanngård sósíaldemókrati hjá Stokkhólmsborg og teikning af útliti moskunnar í Skärholmen.

Í Skärholmen í Suður-Stokkhólmi er verið að byggja mosku sem á verða sú stærsta í Norður-Evrópu. Sú smíði hefur verið gagnrýnd harðlega ekki síst vegna þess að Stokkhólmsborg hefur að hluta til fjármagnað bygginguna. Einnig eru erlendir fjárfestar með í verkefninu.

Sænsk yfirvöld til stuðnings trúarbragðafélögum SST borgar árlega út margar milljónir í ríkisstyrki til múslímskra samtaka í Svíþjóð. Samkvæmt gögnum yfirvalda eru Íslamska samstarfsráðið (ISR), Samband íslamskra samtak í Svíþjóð (FIFS), Múslímska Bandalagði (SMF) og Sænsk-íslamska samfélagið (SIS) nokkur af þeim nöfnum sem fá styrki frá sænska ríkinu.

Peningarnir flæða inn frá löndum eins og Saudi-Arabíu, Íran, Qatar og Tyrklandi. Frá Sádi streyma milljarðar sænskra króna til íslam í Svíþjóð. Gagnrýnendur segja að peningarnir fari ekki í fyrsta lagi til að efla trúarbragðafrelsi heldu eru moskurnar notaðar sem framlengdur armur íslam til á ná áhrifum og útbreiðslu. Sænska leyniþjónustan og Almannavarnir vara við samfélagslegum afleiðingum áhrifa shíamúslímskra aðila í Svíþjóð.

Í mörgum löndum hefur þurft að loka moskum til dæmis í Frakklandi vegna íslamskrar aðskilnaðarstefnu. Moskurnar voru bækistöðvar aðskilnaðar, gyðingahaturs og kvennafyrirlitningar.

Frá götubæn múslíma í Frakklandi.

Umræðan verður sífellt viðkvæmari og morðhótanir og morð ekki óalgeng samanber kóranbrennur í Svíþjóð. Það verður að teljast hreint ótrúlegt að skattfé vestrænna borgara með jafnrétti kvenna að leiðarljósi skuli ausið í trúarstefnu sem skipar konum að dylja húð sína og jafnvel andlit og heldur þeim margara alda gömlu fjötrum sem er eitthvað allt annað en vestrænar konur óska sér.

Fara efst á síðu