113 sérfræðingar vara við nýjum ritskoðunarlögum ESB

113 vísindamenn, lögfræðingar og blaðamenn kalla eftir endurskoðun á lögum um stafræna þjónustu, Digital Service Act (DSA). Þeir vara við því að lögin takmarki tjáningarfrelsið.

The European Conservative greinir frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi borist opið bréf 9. október sem kallar eftir „traustri og gagnsærri“ endurskoðun á DSA undirritað af 113 sérfræðingum í tjáningarfrelsi (sjá pdf að neðan). Þeir benda á að skilgreining laganna á „ólöglegu efni“ sé of víðtæk og að í reynd gæti hún leitt til þess að ströngustu reglur í einu aðildarríki breiðist út um allt sambandið. Sænski miðilinn Samnytt skrifaði í ár að:

„Í reynd er Evrópusambandið að byggja upp valdakerfi sem grefur undan tjáningarfrelsi, fullveldi og rétti almennings til frjáls stafræns rýmis.“

Hörð gagnrýni hefur einnig borist frá Bandaríkjunum, þar sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað sendiherrum sínum í Evrópu að efna til þrýstiaðgerða gegn DSA-lögunum. Markmiðið er að vernda hagsmuni bandarískra fyrirtækja og tjáningarfrelsið.

Í bréfinu, sem lögfræðihópurinn ADF International hefur samræmt, er varað við því að aðalreglugerð ESB um netnotkun feli í sér alvarlega áhættu fyrir tjáningarfrelsið og réttarríkið, bæði fyrir fyrirtæki og almenning, bæði innan og utan Evrópu.

Bælir niður lögmæta lýðræðislega umræðu

Alls 113 einstaklingarnir segja að þótt Brussel markaðssetji DSA sem tæki til að „skapa öruggt stafrænt umhverfi“ hafi lögin í reynd skapað „al-evrópskan ritskoðunarramma“ með óljósum mörkum og víðtækum völdum sem gætu bælt niður lögmæta lýðræðislega umræðu.

Umdeildasti þátturinn sé víðtæk skilgreining á „ólöglegu efni“ sem nær yfir allt efni sem talið er brjóta gegn ESB-lögum eða landslögum í 27 aðildarríkjunum. Þetta, að sögn sérfræðinganna, jafngildir í raun strangasta landsstaðlinum fyrir tjáningarfrelsið í öllu sambandinu: „DSA skapar hættu á að grafið verði undan þeim grundvallarréttindum sem lögin segjast vernda.“

Ritskoðið fyrst – spyrjið síðar

Annað stórt áhyggjuefni er úthlutun ritskoðunarvalds til einkaaðila, svo kallaðra „traustra tilkynnenda“ sem lögin veita heimild til að tilkynna hugsanlega ólöglegt efni. Bent er á að þessir aðilar muni starfa án gagnsæis eða lýðræðislegs eftirlits en samfélagsmiðlar eiga á hættu sektir allt að sex prósentum af alþjóðlegri heildarveltu ef þeir bregðast ekki skjótt við tilkynntu efni.

Afleiðingin verður kerfi sem hvetur fyrirtæki til að innleiða stefnuna „ritskoðið fyrst, spyrjið síðar“ og kemur á sjálfsritskoðun meðal notenda.

Hópurinn sakar einnig framkvæmdastjórnina um að framkvæma yfirstandandi endurskoðun DSA við ógegnsæjar aðstæður í ferli sem grefur undan lögmæti lýðræðisins. Hópurinn kallar eftir endurskoðun óháðra sérfræðinga í tjáningarfrelsi, stjórnskipunarrétti og stafrænum réttindum.

Meðal þeirra sem undirrituðu bréfið eru rithöfundurinn og aðgerðasinninn Ayaan Hirsi Ali og blaðamaðurinn Michael Shellenberger.

Fara efst á síðu