Klaus Schwabb og Zelensky á fundi WEF. (Skjáskot WEF).
Rússar samþykktu tillögu Viktors Orbans forsætisráðherra Ungverjalands um vopnahlé og fangaskipti yfir jólin í Úkraínu. En Voldomyr Zelensky, forseti Úkraínu, hafnaði tillögunni sagði Orban í viðtali við ungverska útvarpið, að sögn Nyhetsbanken.
Orban telur samt að enn sé tími til að íhuga tillögur hans um jólavopnahlé og meiriháttar fangaskipti milli Rússlands og Úkraínu. Tillaga Ungverjalands miðar að því að tryggja að „að enginn þurfi að deyja á jólunum“ og er sótt til hugmyndar sem notuð var í fyrri heimsstyrjöldinni.
Á miðvikudaginn kom Zelensky opinberlega fram og ásakaði með hroka Viktor Orban um að vilja aðeins „efla ímynd sína á kostnað sameiningar ESB.“
Jafnframt segir Dmitry Peskov, fulltrúi Vladimírs Pútíns, að Rússar styðji að fullu tilraunir Orbans til að finna friðsamlega lausn og mannúðleg fangaskipti. Peskov sagði:
„Rússar hafa aldrei neitað friðarviðræðum og hafa ítrekað lýst sig reiðubúna til að hefja þær að nýju á grundvelli Istanbúl-samninganna frá 2022.“
Í viðræðunum í Istanbúl árið 2022 samþykkti Úkraína að lýsa landið hlutlaust, takmarka herafla þess og lofaði að mismuna ekki Rússum. Rússar myndu fyrir sitt leyti skuldbinda sig með öryggistryggingum gagnvart Úkraínu ásamt nokkrum öðrum löndum.