AP sendi blaðakonur til Kænugarðs sem tóku viðtal við Zelenský og birtir frétt um skoðun Zelenský „hversu hættulegt“ það sé ef Trump og Pútín ræði saman um frið án þess að hann sé með. Segist Zelenský þurfa að þróa áfram eigin áætlun um vopnahlé með Bandaríkjastjórn. Það sem AP sýnir ekki en @SMOTRI_MEDIA og valkostamiðlar gera er sá kafli viðtalsins (sjá að neðan), þar sem Zelenský segist einungis hafa fengið 75 milljarða dollara af 177 eða 200 sem Bandaríkin segja að hann hafi fengið.
Hér er lausleg þýðing á málflutningi Zelenský:
„Sjáið til, þegar ég heyri það og ég hef heyrt það áður og í dag heyri ég það frá Bandaríkjunum að Bandaríkin hafi gefið hundruð milljarða dollara, 177 til að vera nákvæmur, það er nákvæmlega sú tala sem þingið greiddi atkvæði um og samþykkti.“
„Sem forseti lands í stríði segi ég við ykkur, að við höfum aðeins fengið rúmlega 75 milljarða dollara. Það þýðir að við höfum aldrei tekið á móti 100 milljörðum af þessum 177 eða 200 eins og sumir segja upphæðina vera.“
„Þetta er mikilvægt, því við erum að tala um ákveðna hluti, því við fengum ekki peninga heldur vopn. Við höfum fengið vopn að andvirði 70 milljarða. Það er þjálfun, viðbótarflutningar, þetta er ekki aðeins kostnaður fyrir vopnin. Það eru mannúðarverkefni, félagsleg verkefni og svo framvegis.“
„Þegar þeir segja að Úkraína hafi fengið 200 milljarða til að styðja herinn, þá er það ekki satt. Ég veit ekki hvar allir þessir peningar eru.“