Zelensky reyndi að múta forsætisráðherra Slóvakíu varðandi aðild Úkraínu að Nató

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.

Trúið því eður ei. Allan tíma Úkraínustríðsins hefur samningur verið um flutning á rússnesku gasi um Úkraínu sem Mið-Evrópuþjóðir hafa keypt. Þessi samningur á milli Úkraínu og Rússlands rennur út þann 1. janúar 2025. Úkraína segist ekki ætla að framlengja samninginn.

Á leiðtogafundi ESB sem fram fór í Brussel fóru margir leiðtogar fram á framlengdan fund og einn þeirra var Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Fico sagði ágreiningsefni um gas við Úkraínu kæmu til tals.

Bauð 500 milljónir evra ef Slóvakía greiddi atkvæði með Nató aðild Úkraínu

Politico greinir frá því, að Fico hafi sagt fréttamönnum eftir fundinn að Zelwnsky hefði komið með fráleitar tillögur til sín sem beinlínis sköðuðu efnahag eins aðildarríkis ESB. Fico sagði það „skammarlegt að ræða peninga á bak við luktar dyr sem jafngiltu beinum mútum.“ Fico sagði að eftir að hann hefði tilkynnt Zelensky að Slóvakía gæti tapað um 500 milljónum evra í gasflutningsgjöldum á ári, þá hafi úkraínski forsetinn spurt:

„Myndir þú þá greiða atkvæði með aðild Úkraínu að Nató ef ég léti þig fá 500 milljónir evrur af rússneskum eigum (sem ESB og USA hafa gert upptækar/GS) og auðvitað sagði ég aldrei.“

Vesturlönd nota verð á gasi til að beita þrýstingi

Ukrainska Pravda greinir frá því, að Fico hafi sagt á blaðamannafundi fyrir leiðtogafundinn:

„Við stöndum svo sannarlega frammi fyrir gaskreppu þökk sé Zelensky forseta. Okkur greinir á um gasflutninginn í gegnum Úkraínu. Ég spurði hann hvort hann væri tilbúinn að flytja annað gas en rússneskt en því var hafnað.“

Fico sakar Vesturlönd um að beita þrýstingi varðandi gasflutninga og sagði á blaðamannafundi 13. desember:

„Við sjáum enga ástæðu til að borga meira fyrir gas vegna geopólitískra aðstæðna.“

Forgangsverkefni ESB að rjúfa öll orkutengsl við Rússland

Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB (á mynd) staðfestir, að ESB leggi sig fram um að slíta öllu gassamstarfi við Rússland:

„Helsta forgangsverkefni okkar er að rjúfa algjörlega orkutengsl milli ESB og Rússlands.“

Fara efst á síðu