Zelensky er djöfullinn – mótmæli almennings halda áfram í Úkraínu

Mótmælin gegn spillingu yfirvalda halda áfram í Kænugarði og mörgum öðrum borgum Úkraínu og beinast að leiðtoga Úkraínu, Volodymyr Zelensky sem setti eigin vinveittan saksóknara yfir stofnun gegn spillingu.

Financial Times greindi frá því að „rannsókn á mönnum í innsta hring Zelensky hafi leitt til flýtis [til að samþykkja hið umdeilda frumvarp nr. 12414.“

Ungir úkraínubúar krefjast nýrra kosninga til að velja annan forseta í stað Zelensky. Með augu alls heimsins á mótmælunum, þá getur Zelensky ekki notað herinn til að stöðva þau svo hann reynir að mýkja mótmælendur með loforði um nýtt frumvarp gegn spillingu opinberra embættismanna samtímis sem hann segist ætla að „hreinsa ríkisstofnanir af rússneskum áhrifum.“

BEBO Lord greindi frá:

„Ég ræddi við Semen Kryvonos, framkvæmdastjóra NABU, saksóknara SAPO þá Oleksandr Klymenko og Ruslan Kravchenko og yfirmann öryggisþjónustunnar í Vasyl Maliuk í Úkraínu. Við ræddum um ýmsar áskoranir.

Innviðir gegn spillingu munu virka en aðeins án rússneskra áhrifa. Og það ætti að vera meira réttlæti “

Zelensky mun leggja fram forsetafrumvarp sem „mun varðveita sjálfstæði stofnana gegn spillingu í Úkraínu.“

„Auðvitað hafa allir heyrt það sem fólk segir núna – á samfélagsmiðlum og á götum úti. Þetta er ekki til einskis. Við höfum greint allar áhyggjur, alla þætti þess sem þarf að breyta og þess sem þarf að virkja. “

Í millitíðinni hafa margir bandamenn Kiev gagnrýnt ákvörðun Zelensky. Bandarískir fjölmiðlar vísa til rússneskra og þýskra fjölmiðla:

„Merz, kanslari Þýskalands og Macron, forseti Frakklands, munu ræða við Zelensky varðandi nýlegar aðgerðir Úkraínu sem veikt hafa stofnanir gegn spillingu. “

Fara efst á síðu