Zelensky enginn vinur Trumps – Best að hann fari strax til Frakklands

Volodymyr Zelensky, leiðtogi Úkraínu, hefur breyst í „persona non-grata“ hjá ríkisstjórn Donald J. Trump. Í fyrsta lagi sveik Zelensky samþykkta tillögu um að deila sjaldgæfum jarðefnum með Bandaríkjunum sem endurgreiðslu fyrir hernaðaraðstoð. Síðan hundskammaði hann sendinefnd Trumps fyrir að hitta rússneska embættismenn án þess að spyrja sig um leyfi. Að lokum sakaði þessi fyrrverandi gnarristi Trump fyrir að búa í rússneskri „óreiðuupplýsingabólu.“

Trump lætur ekkert slíka hegðun fara með sig og gagnrýndi Zelensky fyrir að vera „einræðisherra“ sem dró landið sitt inn í óvinnandi stríð og „spilaði á Joe Biden eins og fiðlu.“ Einn heimildarmaður sem þekkir til Hvíta hússins segir við New York Post:

„Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég heyrði fyrir mörgum mánuðum síðan að það væri kominn tími á kosningar og nýjan leiðtoga. Almenningur er orðinn fullsaddur og andstæðingum Zelensky fjölgar stöðugt.“

Annar heimildarmaður, nákominn Trump, tók undir þessa skoðun og gaf til kynna að „það besta fyrir Zelensky og heiminn væri að hann fari strax til Frakklands.“

Úkraínskur stjórnmálafræðingur og hermaður sem bað um nafnleynd segir:

„Stjórn Trumps er augljóslega ekki hrifinn af Zelensky og gerir allt til að láta alla vita það. Nýleg ummæli Bandaríkjaforseta sýna að hann vill fá úkraínskar kosningar sem fyrst og Zelensky verði skipt út í stað einhvers sem er samningsfúsari. Það gæti verið einhver sem Trump og bandamenn hans treysta: Herforingi eða kaupsýslumaður.“

Forsetakosningum í Úkraínu var „frestað“ vegna herlaga, sem veitti Zelensky fáránleg og ótímabundin völd. Zelensky hefur einnig gert lítið úr leiðandi íhaldssömum gagnrýnendum ríkisstjórnar sinnar – og sagði í þessum mánuði að Tucker Carlson, fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News, sem er mikill stuðningsmaður Trumps, ætti að „hætta að sleikja rassinn á Pútín.“

Varaforseti Bandaríkjanna J.D. Vance lýsti því yfir að Úkraína væri ekki til nema vegna örlætis Bandaríkjamanna. Svo Zelensky ætti að vera þakklátur. Trump lýsti yfir hneykslun á því að Scott Bessent fjármálaráðherra var vísað frá í Kænugarði – með ógnvekjandi tón. Trump sagði á á fjárfestingaráðstefnu í Miami við fréttamenn Air Force One:

„Við gerðum samning. Við gerðum samning sem byggðist á sjaldgæfum jarðvegi og ýmsu öðru en þeir brutu samninginn … þeir brutu hann fyrir tveimur dögum. Ég ætla að endurvekja samninginn annars munu hlutirnir ekki verða sérstaklega skemmtilegir fyrir hann.“

Fara efst á síðu