Yfirvöld Svíþjóðar fara fram á nýjar grafir fyrir hálfa milljón Svía vegna komandi stríðs við Rússland

Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra t.v. og Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar skipa útfararstjórum í Svíþjóð að gera tilbúnar grafir fyrir hálfa milljón Svía.

Þjóðólfur hafði varla sleppt fréttinni um 30 þúsund nýja grafreiti í Gautaborg ætluðum föllnum hermönnum fyrr en frétt birtist í Aftonbladet um heildartölu sænska hersins og almannavarna um nýja grafreiti í Svíþjóð vegna komandi stríðs við Rússland: Gera á klára kistureiti fyrir 500 000 fallna sem á að vera hægt að greftra í skyndi. Herinn hefur snúið sér til útfararstjóra í landinu til að skipuleggja greftrun fyrir 500.000 Svía, að sögn Aftonbladet.

Þessi uppljóstrun er sú nýjasta varðandi undirbúning sænskra yfirvalda fyrir atburðarás, þar sem sænska ríkisstjórnin, ef til vill staðsett erlendis, sættir sig við umfangsmikið manntjón Svía vegna stuðnings Svíþjóðar við Bandaríkin í stórstyrjöld gegn Rússum.

Aftonbladet er fyrsti sænski miðillinn sem birtir ákveðna tölu, um hversu mikið mannfall stjórnvöld reikna með fyrir Svíþjóð í fyrirhuguðu stríði. Það er að segja áður en tekið verður til þess ráðs að byrja að nota fjöldagrafir. Svante Borg, formaður kirkjugarðastjórnar Stokkhólms, segir við Aftonbladet:

„Ef Stokkhólmur verður fyrir þeirri tegund árása sem við sjáum í Úkraínu, þá munu margir deyja.“

Samkvæmt almannavörnum Svíþjóðar, MSB, þá gerir áætlun útfararstjóra ráð fyrir að fimm prósent íbúanna falli í stríði gegn Rússlandi sem er um það bil hálf milljón manns. Jan-Olof Olsson, framkvæmdastjóri MSB, segir í samtali við Aftonbladet að kistugrafir séu fyrirhugaðar þar sem líkbrennsla sé háð rafmagni og gasi, sem gæti verið af skornum skammti í stríðinu.

Eins og Þjóðólfur greindi frá, þá sagði ríkisútvarpið P4 í Gautaborg, að sænska kirkjan leiti núna að tíu hekturum lands í Gautaborg fyrir grafir 30 þúsund fallinna. Tíu hektarar samsvara um 20 fótboltavöllum.

„Hughreystandi skilaboð

Í næstum allri Svíþjóð er sænska kirkjan ábyrg fyrir útförum nema í Stokkhólmi og Tranås þar sem sveitarfélögin bera þá ábyrgð. Í Stokkhólmi segir Svante Borg að nóg sé til af grafarplássi fyrir fyrirhugað stríð, umfram allt í Skrubba, Järva og Råcksta. Borg segir við Aftonbladet:

„Í þessu máli veit ég, að það er mikið talað um að grafa hratt og stórt til að jarða marga. Í Stokkhólmi er okkur mikið í mun að geta brennt lík eins og venjulega; við tryggjum að við höfum getu og varaafl til líkbrennslu jafnvel við erfiðar aðstæður.“

Fara efst á síðu