Kevin Shipp vann hjá bandarísku leyniþjónustunni í 17 ár.
Kevin Shipp, liðsforingi CIA á eftirlaunum, lýsir því hvernig bandaríska leyniþjónustan hefur í áratugi verið vettvangur vinstri pólitísks aktívisma, vókisma, þar sem þeir sem andmæltu slíku áttu á hættu að verða refsað.
Kevin Shipp var í viðtali hjá Candace Owens og sagði meðal annars:
„Ég man eftir því þegar ég vann hjá CIA 1994 og okkur var skipað að koma inn í fundarherbergi og deildarstjórinn sagði: Ekki vera reiðir við mig, þetta eru skilaboð frá æðsta yfirmanni CIA. Þið megið hvergi lengur óska gleðilegra jóla í skrifstofuhúsnæði CIA.“
Nánustu yfirmenn og samstarfsmenn Shipps voru svo hræddir við að verða reknir eða refsað á annan hátt að þeir þorðu ekki að tjá sig. Shipp segir frá því að CIA hafi notað svo kallaða fjölmenningardagskrá til að kúga kristna starfsmenn:
„Það er erfiðast að stjórna kristnum sem samþykkja ekki harðstjórn heldur hlusta aðeins á Guð. Þess vegna eru kristnir fyrirlitnir um allan heim, einnig af fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.… Ef við förum aftur til Obama þá sjáum við hvernig ráðist var á kristna og trúfrelsi útrýmt í utanríkisráðuneytinu.“
WOW 🚨 Ex- CIA Officer says the Director of The CIA made a new policy that if anyone used the phrase “Merry Christmas” they would face punishments
— Wall Street Apes (@WallStreetApes) December 29, 2024
Also exposes Barack Obama was behind eliminating religious freedom from the Department of State
“When I was in The CIA. We ordered… pic.twitter.com/WqDOhJ7me2
Fjölmenning sem vopn
Shipp hefur áður sagt frá því þegar Bill og Hillary Clinton kröfðust „fjölmenningaraðgerða“ hjá leyniþjónustum árið 1994 með sérstakri áherslu á transfólk. Þá skrifaði Shipp:
„Fólk gerði ekkert í þessu. Núna eru það milljarðamæringar, forstjórar, oddvitar ríkisstjórna og menntamálafrömuðir sem drífa þessa öfugsnúnu þróun áfram. Fjölmenning, jafnrétti og inngilding – „Diversity, Equality and Inclusion, DEI“ er banvænt vopn þeirra gegn grundvelli Bandaríkjanna.“
Kevin Shipp starfaði fyrir CIA í 17 ár. Í dag notar hann tímann til að fræða almenning og varpa ljósi á hvernig leyniþjónustan einbeitir sér að því að afvegaleiða og berjast gegn eigin landsmönnum í stað þess að vernda þá fyrir utanaðkomandi ógnum eins og upphaflega markmiðið var.
Shipp hefur skrifað bókina Ljósaskipti skuggastjórnarinnar: Hvernig gagnsæi mun drepa djúpríkið „Twilight of the Shadow Government: How Transparency Will Kill the Deep State“ sem fjallar um reynslu hans frá leyniþjónustunni og hvernig CIA stjórnar Bandaríkjunum í gegnum bandalög við stórfyrirtæki, fjölmiðla og Wall Street.
When I was in the CIA, beginning in 1994, Bill (and Hillary) Clinton ordered the CIA to mandate, “Diversity” for everyone, especially transgenders; everyone except Christians who were ordered not to display manger scenes or say, “Merry Christmas.” I wrote and warned about it… pic.twitter.com/I9e7A8uiuP
— Kevin Shipp (@Kevin_Shipp) August 1, 2024