Yfirgefa rafbílinn vegna vandamála

Lítil eftirspurn og hár þróunarkostnaður hefur einkennt rafbílaframleiðslu bandaríska Ford. Ford leggur því áform um stóra rafjeppann sinn á hilluna og fjárfestir þess í stað í tvinnbílum. Ford er engan veginn eini bílaframleiðandinn sem neyðist til að hætta við áætlanir um rafbílaframleiðslu.

Í mars kom í ljós að Ford væri að íhuga að hætta við áætlanir um rafmagnsjeppa með þremur sætaröðum. Fyrirhugað var að hefja framleiðslu jepplingsins á næsta ári en í hans stað verður hafin framleiðsla á nýjum nýja tvinnbílum.

Hætt við stórkostlegar áætlanir

Á síðasta ári (2023) hafði Ford byggt upp miklar væntingar um framtíðarrafbíl sinn, bæði hvað varðar drægi, hámarkshraða og hleðslutíma. Einnig átti að þróa stóran rafpallbíl sem þegar hefur seinkað um 18 mánuði.

Jafnvel þótt ekki sé hætt við pallbílaverkefnið, þá er ekki talið að framleiðsla hefjist fyrr en árið 2027. Ford dregur úr árlegri fjárfestingu í rafbílum um 10% frá 40% í 30%. Þeirri breytingu fylgir mikill kostnaður.

Mikið tap

Bara að hætta við fyrirhugaðan rafjeppa mun kosta Ford um 400 milljónir dollara, vegna óþarfa framleiðslubúnaðar. Gert er ráð fyrir að nótan fyrir heildarbreytingu á framleiðslu rafjeppans verði mótsvarandi rúmum 200 milljörðum íslenskra króna.

Rétt eins og hjá öðrum bílaframleiðendum hefur óvænt þróun rafbílamarkaðarins komið að óvörum og tapið því óvænt og mikið. Eftir fyrstu bylgju forvitinna kaupenda, taldi Ford fyrir aðeins þremur árum síðan að tvær milljónir rafbíla myndu seljast árlega fyrir árið 2026. Síðan þá hefur almenn eftirspurn eftir rafmagnsbílum kólnað.

Of dýrt

Þar að auki ógna kínversk bílamerki og þess vegna er Ford nú að þróa enn ódýrari rafbíl fyrir um 33.000 dollara sem ætti að geta staðið sig betur í samkeppninni í framtíðinni.

Ford er ekki eini bílaframleiðandinn sem hefur fallið frá rafbílaáætlunum sínum í þágu arðbærari bensín- og dísilbíla. Sumir aðrir framleiðendur sem hafa nýlega gert slíkt hið sama eru GM, Mercedes, Audi og Porsche. Eins og Ford hafa þeir gróflega ofmetið eftirspurn, fjölda viðskiptavina og hærri framleiðslukostnað rafbíla.

Verðmiðinn á rafbíl er yfirleitt mjög hár, sérstaklega á erfiðum tímum, þegar neytendur hafa sífellt minna fé á milli handanna. Auk þess eru erfiðleikar með drægni (nógu margar hleðslustöðvar), dýra rafgeyma bílsins, eldhættuna og mjög hraða verðlækkun eftir fyrstu kaup.

Fara efst á síðu