Síminn er lagður að hendinni með örflögunni til að flytja upplýsingar á milli (skjáskot SVT).
Yfir 6.000 Svíar hafa valið að láta græða örflögu í hendina á sér. Er hún meðal annars notuð sem aðgöngumiði og krítakort. Samkvæmt einum fræðimanni, þá hafa Svíar tilhneigingu til umgangast tæknina á gagnrýnislausan hátt. Sænska sjónvarpið SVT greinir frá því, að bráðum verði hægt að græða örflögur í augun og heilann.
SVT greinir frá því að yfir 6.000 Svíar hafi valið að græða örflögu í hendina. Hægt er að nota flöguna sem krítarkort og hún kemur einnig í stað miða og aðgangskorta. Að sögn ríkismiðilsins hægðist aðeins á þróuninni í kórónufaraldrinum en hún er núna að taka við sér aftur.
Að sögn Moa Petersén, fræðimanns við háskólann í Lundi, þá hafa Svíar tilhneigingu til að vera gagnrýnislausir gagnvart tækninni. Umræðan um að nota megi flöguna til að hafa eftirlit með meðborgurum er öll erlendis:
„Að sumu leyti endurspeglar það trú Svía á tækninni. Mikil umræða hefur verið í öðrum löndum um eftirlit og ýmis konar afvæðingu siðmenningarinnar. Sú umræða hefur alls ekki náð til Svíþjóðar.“
Ótrúlega hraðar framfarir
Jowan Österlund stofnandi fyrirtækisins Biohax sem setur örflögur í fólk segir við SVT að fólk hafi jafnvel sætt sig við að láta græða flögur í heilann:
„Núna er farið að skapa almenna samstöðu og viðurkenningu um hugmyndina um að setja örflögu í heilann, skipta um linsu í auganu og svo framvegis. Þróunin æðir áfram á ógnarhraða og er ekkert að hætta.“
Petersén telur að sífellt fleiri Svíar muni láta græða tækni í líkama sinn:
„Ég held að við munum græða meiri tækni í líkamann. Allt bendir til þess. En ég held ekki að það verði örflögur.“