Meira en 100.000 hermenn hafa flúið úr úkraínska hernum samkvæmt upplýsingum frá Önnu Szkorohod, meðlimi æðsta ráðs Úkraínu. Flóttinn hefur aukist verulega vegna erfiðra aðstæðna við víglínuna, en þar drepst helmingur þeirra sem kallaðir eru í herinn eftir aðeins nokkra daga í bardaga.
YouTube rásin Novosztyi Live tók viðtalið við Szkorohod sem segir, að ástandið versni með hverjum degi og þeim fjölgi stöðugt sem yfirgefi úkraínska herinn án leyfis.
Aðrar heimildir seins og herréttarflögfræðingurinn Roman Likhachev segir fjölda liðhlaupa vera allt að 170.000. Stanislav Kravchenko, forseti hæstaréttar Úkraínu, hefur einnig lýst yfir áhyggjum af miklum fjölda sem flýja.
Úkraínsk yfirvöld standa núna frammi fyrir gífurlegum vandamálum. Oleksandr Lytvynenko, ritari þjóðaröryggisráðs Úkraínu, tilkynnti þinginu nýlega að það þyrfti að ráða 160.000 nýja hermenn á næstu þremur mánuðum til að takast á við áframhaldandi sigurgöngu Rússa.
Í Donbas hafa rússneskar hersveitir sótt hratt fram og þvingað til baka úkraínska hermenn frá mörgum mikilvægum þorpum og samfélögum. Samkvæmt hernaðarsérfræðingnum Emil Kastehelmi hjá Black Bird Group, féll borgin Selydove nýlega í rússneska hendur, sem markar tímamót vegna nálægðar við stóra flutningamiðstöð Pokrovsk.
Alvarleg staða við víglínuna hefur einnig lyft fram lífslíkum úkraínskra hermanna. Samkvæmt pólska fréttamiðlinum Do Rzeczy er líftími nýráðins hermanns mjög stuttur – meira en helmingur týnir lífinu eftir nokkurra daga bardaga.
Forysta Úkraínu stendur frammi fyrir erfiðum vandamálum: Þörf er á róttækum aðgerðum til að snúa neikvæðri þróun við og stöðva flóttann frá vígstöðvunum, framgöngu Rússa og gríðarlegu manntjóni á vígvellinum.