WHO lýsir yfir „neyðarástandi í heilbrigðismálum“

Að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, sem hefur núna lýst yfir alþjóðlegu „neyðarástandi í heilbrigðismálum“ eina ferðina enn, er nýr smitsjúkdómur ógn við tilveru mannkyns. Er um raunverulega hættu á ferð fyrir fyrir fólk um allan heim eða býr eitthvað annað hér að baki sem gæti haft áhrif á WHO?


Á miðvikudagskvöldið að sænskum tíma tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO, að „alheims neyðarástand ríki í heilbrigðismálum“ vegna útbreiðslu mpox-veirunnar, sem áður hét apabóla. WHO greinir frá þessu í fréttatilkynningu á vefsíðu sinni.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. (Mynd: Wikipedia)

Umfram allt á veiran að breiðast út í nánasta umhverfi í Mið-Afríku en fullyrt er að hún geti breiðst út fyrir Afríku. Bóluefnafræðingurinn Matti Sällberg segir við sænska TV4, að veiran muni líklega koma til Svíþjóðar. Að sögn Sällberg er ástandið „alvarlegt“ en ekki „eitthvað eins og Covid.“

Núna krefst Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, þess að löndin vinni saman til að stöðva faraldurinn, segir í frétt Reuters.

Faraldurssáttmálinn

WHO hefur um nokkurt skeið reynt að knýja fram „faraldurssáttmála“ sem þýðir að WHO getur sett miklar hömlur á einstök lönd eða í reynd haft einræðisvald í heilbrigðismálum. Sú staðreynd að Svíþjóð setti á tiltölulega vægar Covid-takmarkanir var vegna þess, að sænsk yfirvöld gátu sjálf ákveðið til hvaða ráðstafana ætti að grípa.

Með fyrirhuguðum heimsfaraldurssáttmála hverfur slíkt frelsi einstakra þjóða. 1. október, voru haldin mikil mótmæli í Stokkhólmi gegn sáttmálanum og lönd eins og Nýja Sjáland og Slóvakía höfnuðu sáttmálanum. Eins og er, þá hefur enginn sáttmáli orðið að veruleika en ef nægjanlega stór „ógn“ birtist á ratsjánni, þá gæti það dugað til að sáttmálinn færi í gegn.

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum

Á samfélagsmiðlum, þar á meðal X, eru margir sem tengja „neyðarástandið“ við þá staðreynd, að senn er komið að bandarísku forsetakosningunum. Síðustu kosningar árið 2020 fóru fram í miðjum Covid „faraldri“ og einkenndust af víðtækum takmörkunum.

Samkvæmt rannsókn sem er aðgengileg á Þjóðarbókasafni læknavísinda „National Library of Medicine“ varð Donald Trump fyrir neikvæðum áhrifum af heimsfaraldrinum, sérstaklega á svæðum með ströngum takmörkunum sem gæti hafa gert fólki erfiðara fyrir að fara og kjósa. Rannsóknin sýnir að ef fjöldi smitaðra af kórnónuveirunni hefði verið fimm prósentum lægri (um 220.000 manns), þá hefði Trump unnið ríkin Arizona, Georgíu og Wisconsin, sem hefði getað fært honum kosningasigur árið 2020.

Eins og það hljómar fyrir notendur á X er hægt að nota nýja neyðarástandið til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna í haust.

Fara efst á síðu