
Rannsóknarblaðamaðurinn Jordan Schachtel skrifaði eftirfarandi grein á Substack 23. apríl s.l. um málefni Alþjóðaefnahagsráðsins sem hefur verið aðal driffjöðrin á bak við samruna alþjóðastofnana og fjárjöfra sem í sameiningu valta yfir lýðræðið og fullvalda þjóðir (lausleg þýðing).
Jordan Schactel skrifar:
Höggin halda áfram að dynja á einni alræmdustu alþjóðlegu stofnun samtímans.
Alþjóðaefnahagsráðið –World Econmic Forum, WEF, sem eitt sinn var virtasti alþjóða tengslanethópur heims, stendur frammi fyrir kreppu sem gæti fellt alla stofnunina.
Klaus Schwab, stofnandi og yfirmaður Alþjóðaefnahagsráðsins í meira en 50 ár, sagði af sér störfum án viðvörunar á sunnudag. Þetta kom utanaðkomandi á óvart og leiddi til mikillar forvitni um hvað nákvæmlega er að gerast hjá stofnuninni sem heldur árlega ráðstefnu háttsettra í Davos í Sviss.
Jæja, núna vitum við hvað það er sem hefur valdið þessu uppnámi á bak við tjöldin.
Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) hóf rannsókn á Schwab eftir að uppljóstrarar komu fram með fjölda alvarlegra ásakana gegn bæði Schwab og eiginkonu hans, Hildu, sem hafa lengi verið nátengd samtökunum.
Wall Street Journal hefur fréttirnar:
Stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, Klaus Schwab, er undir rannsókn hjá samtökunum sem hann stofnaði, vegna þess að nýtt bréf frá uppljóstrara afhjúpaði meint fjárhagslegt og siðferðilegt misferli langtímaleiðtogans og eiginkonu hans.
Nafnlaust bréf var sent til stjórnar ráðsins í síðustu viku og vakti athygli þess á stjórnarháttum og vinnustaðamenningu ráðsins. Schwab-fjölskyldan var ásökuð um að blanda persónulegum málum sínum við fjármuni ráðsins án viðeigandi eftirlits, samkvæmt bréfinu og heimildarmönnum sem þekktu til málanna.
Bréfið innihélt ásakanir um að Klaus Schwab hefði beðið yngri starfsmenn um að taka út þúsundir dollara úr hraðbönkum fyrir hans hönd sem hann notaði síðan til að greiða fyrir einkanudd á herbergjum á hótelum. Þar var einnig fullyrt að eiginkona hans, Hilde, fyrrverandi starfsmaður ráðsins, hefði skipulagt „táknræna“ fundi sem ráðið fjármagnaði til að réttlæta lúxusferðalög á kostnað samtakanna.
Uppljóstrarinn hélt því einnig fram að Schwab-fjölskyldan notaði fé frá WEF til að kaupa lúxushöll sem eingöngu var til einkanota og tekið tugi milljóna dollara út af reikningum samtakanna í því skyni.
Í fréttinni kemur einnig fram að Schwab hafi neitað þessum ásökunum en stjórn WEF neitaði að leyfa honum að ræða við stjórnina um málið á sunnudaginn, daginn sem hann sagði af sér. Schwab sagði í yfirlýsingu sem gefin var út á mánudag:
„Í kjölfar nýlegrar tilkynningar minnar og einnig vegna þess að ég er orðinn 88 ára gamall, þá hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem formaður og stjórnarmaður sem tekur tafarlaust gildi.“

Stjórn WEF skipaði Peter Brabeck-Letmathe, fyrrverandi forstjóra Nestlé, sem bráðabirgðaformann á meðan leitað er að varanlegum eftirmanni Schwab.
WEF náði hámarki á hátindi kórónuveirufaraldursins, þegar stofnun Schwab festi sig í sessi sem sögu- og hugmyndaveita alþjóðlegrar framsækinnar elítu. Á árlegri ráðstefnu Schwab í Davos voru alþjóðasögur skapaðar eins og „Endurreisnin mikla“ og „orkubreytingin“ sem spruttu upp og þróuðust gegnum samstarf Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) og samstarfsaðila þess.
Hins vegar, núna þegar annað kjörtímabil Donalds Trumps forseta er hafið, er engin alþjóðleg samstaða lengur um loftslagssvindlið og aðrar einræðislegar frásagnir af Trójuhestum sem voru notaðar til að hrifsa til sín völd og þröngva ómannúðlegri stefnu upp á Vesturlönd og víðar.

Davos var eitt sinn skyldufundur fyrir fremstu stjórnendur og leiðtoga heimsins. Ráðstefnan árið 2025 vakti þó ekki mikla athygli og margir af valdamönnum heims voru fjarverandi frá Davos í fyrsta skipti í mörg ár.
Eftir skyndilega afsögn Schwab og rannsóknir á málum hans, þá reynir WEF að endurskipuleggja sig á skjótan hátt (og endurtryggja fjármögnunarkerfið) án stofnanda síns og hugmyndafræðilega lykilmanns. Klaus Schwab er nánast óaðskiljanlegur Alþjóðaefnahagsráðinu. Að skilja Schwab frá samtökunum sem hann stofnaði og leiddi í yfir 50 ár mun reynast vera risavaxið verkefni, ef það er yfirhöfuð mögulegt að ná slíku afreki.