Goðsagnakenndi fjárfestirinn Warren Buffett hefur haldið áfram fordæmalausri sölu hlutabréfa og losað um tæpan milljarð Bandaríkjadala í hlutabréfum í Bank of America.
Þessi nýjasta ákvörðun kemur í kjölfar vaxandi kvíða fjárfesta vegna hugsanlegs alþjóðlegs samdráttar og vaxandi óróleika með efnahagsstefnu Biden-stjórnarinnar.
Í lok júní státaði fjárfestingarfyrirtæki Buffetts, Berkshire Hathaway, sig af gríðarlegu eigin reiðufé upp á 278 milljarða dollara – sem hafði hækkað um 65% frá áramótum.
Samkvæmt fjármálagreiningu Finimize er þetta hlutfallslega sterkasta efnahagsstaða Berkshire síðan 2005 – nokkrum árum áður en alþjóða fjármálakreppan hófst.
Finimize skrifar, að „Buffet hafi einhvern veginn getað spáð fyrir um framtíðina eða tímasett markaðinn.“ Vísað er til tímanlegra viðbragða Buffetts við fjármálakreppunni 2008 en hann seldi miklar eignir þegar árið 2005.
Fyrsta mánudaginn í ágúst í ár greip skelfing um sig í fjármálageiranum, þegar næstum tvær billjónir dala þurrkuðust út úr S&P 500 vísitölunni við opnun markaða. Ótti fjárfesta vegna yfirvofandi alþjóða efnahagssamdráttar setti af stað gríðarlega sölu, þar sem framvirk hlutabréf í Bandaríkjunum féllu verulega.
Þann 5. ágúst lækkuðu framvirkir samningar S&P 500 um 4,4%, Dow lækkaði um 3% og framvirkir samningar Nasdaq 100 lækkuðu um meira en 5,2%.
Ákvörðun Buffetts um að selja næstum helming af risastórum eignarhlut Berkshire í Apple á síðasta ársfjórðungi ásamt öðrum hlutabréfum yfir 75 milljarða dala hefur skapað titring á mörkuðum.