Herbert Kickl formaður Frelsisflokksins til vinstri och Karl Nehammer fv. kanslari Austurríkis til hægri. (Mynd: Michael Lucan, CC SA 3.0 / European People’s Party, CC 2.0).
Það gengur illa hjá vinstri mönnum á fleiri stöðum en á Íslandi. Með 29% fylgi varð Frelsisflokkur Austurríkis, FPÖ, stærsti flokkurinn í austurrísku þingkosningunum í september í fyrra. Núna hefur flokknum verið falið að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eftir að tilraun annarra flokka um að mynda bandalag gegn Frelsisflokknum mistókst.
Frelisflokkurinn gagnrýnir hömlulausan innflutning hælisleitenda og farandfólks og er andsnúinn alræði ESB yfir aðildarríkjunum. Flokkurinn hafnar alþjóðahyggjunni, glóbalizmanum.
Eftir kosningasigurinn í fyrra neituðu Sósíaldemókratar, Frjálslyndir og Græningjar að ganga til stjórnarsamstarfs við Frelsisflokkinn. Kristilegir demókratar höfnuðu að styðja ríkisstjórn sem Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokksins ætti sæti í.
Frelsisflokkurinn hefur birt samstarfsskjal byggt á stefnuskrá flokksins: Virki Austurríkis – virki frelsisins – „Fortress of Freedom“ þar sem áhersla er lögð á stranga stefnu í hælis- og innflytjendamálum.
Eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum kristilegra demókrata, sósíaldemókrata og frjálslyndra fyrir nokkrum dögum síðan, þá fær Herbert Kickl og Frelsisflokkurinn stjórnarmyndunarumboðið. Alexander Van der Bellen forseti Austurríkis hefur falið Kickl verkefnið að reyna að mynda ríkisstjórn.
Hinar misheppnuðu samningaviðræður leiddu einnig til þess að Karl Nehammer, núverandi kanslari, sagði af sér. Hann mun einnig hætta sem leiðtogi Kristilega demókrataflokksins ÖVP en starfandi leiðtogi Kristdemókrata, Christian Stocker, segist fús til að semja við Frelsisflokkinn..
Að sögn Van der Bellen, forseta Austurríkis, er Kickl viss um að honum takist að mynda nýja ríkisstjórn.