Vinstri glæpir þjóna almannaheill en hægri glæpum ber alltaf að refsa

Jan van Aken, leiðtogi Vinstriflokksins í Þýskalandi, hefur vakið deilur með því að réttlæta glæpi vinstri manna sem hann segir gerða í þágu almennings samtímis og hann segir að alltaf beri að refsa hægrimönnum fyrir afbrot sem þeir fremja. Hann réttlætir afbrot vinstri manna með því að þeim leyfist að brjóta lög til að „vernda almenning. Röksemdafærslan minnir á íslenska fjármálaráðherrann, Daða Má Kristófersson og Flokk fólksins sem telja allt í lagi að Flokkur fólksins steli fjármunum skattgreiðenda.

Jan van Aken, leiðtogi Vinstriflokksins í Þýskalandi, hefur vakið deilur eftir að hafa gefið í skyn að pólitískir vinstrisinnaðir glæpir séu réttlætanlegir þar sem þeir þjóna hagsmunum almennings. Hins vegar geta hægri glæpir aldrei gert það og því alltaf óréttlætanlegir.

Í viðtali við svissneska dagblaðið Neue Zürcher Zeitung (NZZ) varði Van Aken fyrri afbrot sín gagnvart lögum um þagnarskyldu með þeim rökum að „stundum þurfi að fara út fyrir lagarammann til að vernda almenning.“

Ljósmyndaði leynigögn og sendi Greenpeace

Van Aken var spurður um hlutverk sitt í að leka trúnaðarskjölum stjórnvalda árið 2016 sem tengdust samningaviðræðum Bandaríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB um viðskipti og fjárfestingar (TTIP). Á þeim tíma var hann meðlimur sambandsþingsins og smyglaði myndavél inn skjalaherbergi og tók myndir af skjölunum og afhenti Greenpeace. Uppljóstrunin átti þátt í að snúa almenningsálitinu gegn TTIP, sem síðar var hætt við.

Afbrot Akens eru núna fyrnd og ekki lengur hægt að höfða mál og þá viðurkennir Akens afbrotið opinberlega og réttlætir það. Þegar van Aken var spurður að því hvort hægrisinnaður stjórnmálamaður, til dæmis meðlimur Valkosts fyrir Þýskalands, AfD, gæti einnig brotið lög af samviskuástæðum, taldi van Aken það hins vegar fráleitt og sagði AfD ekki þjóna allmannaheill.

Styður hömlulausan innflutning

Jan van Aken vill áframhaldandi hömlulausan innflutning fólks til Þýskalands og segir að koma rúmlega tveggja milljóna flóttamanna á síðasta áratug sé algjörlega viðráðanleg ef sveitarfélögin fá nægilegt fjármagn. Hann sagði:

„Þýskaland hefur þegar tekið á móti meira en tveimur milljónum flóttamanna. Vissulega voru líka vandamál, en kjarni málsins er vanfjármögnuð sveitarfélög.“

Minnir á Ingu Sæland

Jan van Aken minnir á Ingu Sæland, þegar hann segist vera á móti efnuðu fólki sem sé „stórhættulegt lýðræðinu:“

„Enginn vinnur svo mikið eða er svo klár að hann þéni milljón á klukkustund. Þeir hafa peningana einungis vegna þess að þeir hafa stolið þeim frá öðrum – annað hvort með því að borga of lág laun eða rukka of hátt verð.“

Jan van Aken heldur því líka fram, að Elon Musk hafi keypt X til að koma hægri flokkum til valda. Ekki eitt orð um fjármálafjöfurinn George Soros sem hefur fjármagnað vinstri sinnuð frjáls félagasamtök og vinstri flokka um allan hinn vestræna heim undir því yfirskini að vera að „verja lýðræðið.“

Fara efst á síðu