Vinsæl sjónvarpsstjarna tekur afstöðu með mótmælendum í Bretlandi

Yfirvöld Bretlands hafa mætt reiði almennings með hörku og hatursræðum. Núna fordæmir ein vinsælasta sjónvarpsstjarna Bretlands viðbrögð og athafnir stjórnmálamannanna.

Bretar hafa fengið upp fyrir haus af galopnum landamærum og hömlulausum fólksinnflutningi og mótmæla stefnu yfirvalda. Keir Starmer forsætisráðherra fordæmir mótmælin og lofar að taka á þeim með fullri hörku. Fjandsamleg framkoma valdhafa í garð almennings hefur fengið marga til að bregðast við eins og Nigel Farage, flokksleiðtogi Umbótaflokksins sem segir að hatur stjórnvalda muni aðeins gera ástandið enn þá verra.

Almenningur búinn að fá nóg

Annar sem tjáir sig um ástandið er breska sjónvarpsstjarnan Jeremy Clarkson sem er þekktur úr „Top Gear“ þáttunum. Hann hefur áður gagnrýnt fjöldainnflutninginn og hefur verið sakaður um rasisma. Hann studdi einnig bændamótmælin í vor.

Í pistli í The Sun bendir Clarkson á, að það séu venjulegir Bretar sem hafi fengið nóg af fjöldainnflutningum. Þessi staðreynd gengur þvert á þá rótgrónu vinstri ímynd að standa með verkafólki. Það er vinnandi fólk sem þarf að taka hitann og þungann af þeim opnu landamærum sem vinstrimenn vilja hafa út um allar jarðir. Clarkson skrifar:

„Ég hef bændur, múrara og slátrara í kringum mig og það sem ég heyri, er að það sé komnir of margir innflytjendur. Ef þeir segja þetta upphátt eða ef þeir taka þátt í mótmælagöngu, þá kallar London elítan þá hægri öfgamenn og rasistaþrjóta. Oftast eru þeir það ekki. Þetta er fólk sem veit, að það á að þegja, þegar Síðasta sendingin hljómar* og sem finnst skemmtilegt að sjá ost rúlla niður brekkuna.”

*Síðasta sendingin „Last post” er trompetleikur við her-jarðarfarir í Bretlandi eða þegar þeirra er minnst sem látist hafa í stríði.

Starmer er umkringdur fólki sem hugsar eins og hann

Clarkson gagnrýnir einnig hvernig Starmer og breskir fjölmiðlar lýsa mótmælunum. Þeir afgreiða mótmælendur sem „öfga hægrisinnaða skemmdarvarga“ og Starmer lofar að taka á þeim af fullri hörku án þess að íhuga hvers vegna almenningur er að mótmæla.

„Starmer er umkringdur fólki sem sér ekkert athugavert með allan fjölda innflytjenda og hann hefur þá hugmynd – eins og ég hafði með Brexit – að allir sem eru ósammála honum hljóti að vera Trumphausar.”

Staðreyndin er hins vegar sú, að fjórar milljónir Breta kusu Umbótaflokkinn. Enn þá fleiri kusu Brexit. Hann æsir alla upp með því að stimpla þá sem nútíma Hitlerskópíur. Ég legg því til, að bæði Starmer og vinir hans hjá BBC lægi aðeins orðróminn, annars munu þeir lenda í alvarlegum vandræðum.

Fara efst á síðu