Landsvirkjun hyggst reisa þrjátíu vindmyllur við Vaðöldu neðan Sultartangastíflu í Rangárþingi ytra í 150 m á hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Uppsett afl vindmylla verður allt að 120 MW en til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 MW. Með þessum þrjátíu vindmyllum rísa mannvirki sem ekki hafa sést í íslenskri náttúru og undirstöðurnar taumlaus mannvirki. Vonandi snúast umhverfissamtök til varna og sveitarfélögin stöðva þessa sturlun ríkisins og Landsvirkjunar. Vindmyllur verða á sem nema tugþúsundum fótboltavalla út um allt land. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar undirrituðu samninga þessa efnis í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur beitt sér staklega fyrir vindmyllusturlun ríkisins.
Norðmaður varar við vindmyllum
Þegar norskur sérfræðingur Sveinulf Vågane frétti af áformum stjórnvalda hér á landi, sendi hann viðvörun til Íslands. Hann upplýsti að norskur almenningur hafi snúist gegn vindmyllusturlun þar í landi. Sem nemur 84 þúsund fótboltavellir hafi farið undir vindmyllur; ósnortin víðerni, fjöll og skógar. „Við leyfðum vindorkufyrirtækjum að skaða náttúruna, umhverfið og orkukerfin okkar,“ sagði Sveinulf. Grænn raforkukostur hafi haft í för með sér hörmungar, skelfileg náttúruspjöll, gróða fjárplógsafla í skattaskjólum og hærra raforkuverði. Sveinulf segir að eyðileggingin blasi við.
Jan Blomgren, prófessor í hagnýtri kjarneðlisfræði í Svíþjóð segir að þar í landi séu vindmyllur á hengibrú efnhagsslyss. Í Norður-Svíþjóð hafi margir vonast eftir grósku en vindmyllur hvorki skapað störf né verðmæti til fólksins. Það sé vart vindorkuver í Svíþjóð sem skili hagnaði, hefur Gústaf Skúlason skýrt frá. Hvað ætla Bjarni Ben og Guðlaugur Þór að leyfa vindmyllur á sem mörgum fótboltavöllum hér á landi? Tuttugu þúsund fótboltavöllum? Ríkasti maður Bretlands hefur keypt 40 jarðir á N-Austurlandi að stærð sem nema 17 Þingvallavötnum. Hvaða áform eru þar að baki? Jim Ratcliffe með það nafn af öllum nöfnum er með fyrirtæki skráð í skattaskjólum. Þetta lið kemur sér jafnan undan skattgreiðslum. Hinir ríku og voldugu gera grín að alþýðufólki.
Helförin gegn kolefni CO²
Loftlagsturlun Vesturlanda er stærsta lygi frá fjárplógstíð kaþólsku kirkjunnar fyrir fimm hundruð árum. Loftlagsváin snýst um að taka kolefni CO² frá plöntum til að minnka súrefni í mannheimum. Helförin gegn grænum gróðri sem framleiðir súrefni fyrir mannkyn er glæpur gegn mannkyni. Núll kolefni útilokar mannlíf á jörðu. Fólk verður að átta sig á þessum skrípaleik teiknuðum upp af wefurunum í Davos framkvæmd af búrókrötum í New York. Guðlaugur Þór fór fyrir 84 manna elítuliði til Dubai vegna þessa sjónarspils. Kolefnisskattar eru aflátsbréf okkar tíðar, lagðir á fólkið í landinu til þess að færa fé til hinna ríku og voldugu.