Vindmylla fauk um koll og féll til jarðar í Härjedalen í Svíþjóð í gær sunnudag. Ekki er vitað um slys á fólki en neyðarþjónusta var send á staðinn til að hreinsa upp hugsanlegan olíuleka. Rok var á staðnum og núna segist eigandi vindmyllugarðsins athuga hvers vegna vindmyllan þoldi ekki rokið.
Um hálfellefuleytið á sunnudag var neyðarþjónustan kölluð að vindorkugarði milli Högvålen og Tännäs, þar sem stór vindmylla hafði fokið um koll og lá í bitum á jörðu niðri. Björn Nilsson hjá neyðarþjónustunni sagði samkvæmt SVT að „öll vindmyllan hefði hrunið til jarðar.“
Í vindmyllum er mikið af glussaolíu og höfðu menn áhyggjur af því að um 100 lítra af olíu kynni að hafa lekið út. Björns Nilssonar sagði, að „minna af olíu hafði lekið út en við óttuðumst.“
„Hvimleitt“
Neyðarþjónustan lýsti því yfir klukkan 13 að búið væri að hreinsa upp olíuna og Tännäs wind sem er eigandi vindorkuversins tæki við málinu.
Mats Dahlgren, meðeigandi fyrirtækisins, segir við SVT að það hafi verið mikið rok fyrir hádegið og kannað verði hvers vegna vindmyllan hafi ekki staðist hvassviðrið:
„Sem betur fer var ekkert fólk á staðnum og því engin hætta á ferðum gagnvart fólki. En þetta er hvimleitt.“
Hvorki fyrsta né síðasta vindmyllan sem gefur upp andann þegar á móti blæs
Þegar ein vindmylla fauk um koll í Rostok í ágúst 2023, þá náðist atburðurinn á myndskeið eins og sjá hér að neðan. Myndbandið sýnir hvernig skyndileg vindhviða veldur því að ein vindmyllan brotnar í tvennt og fellur til jarðar. Hlutar snúningsblaðanna spændust við það á víð og dreif eftir atvikið, skrifar Agrar Heute. Segir þar, að fyrirtækið sem annist rekstur vindorkuversins meti tjónið á um 50 þúsund evrur.
Eins gott að Gulli græni og rauðgræni ósjálfstæði flokkurinn eigi nægjanlegt fé í tryggingasjóði fyrir vindmyllur sem gefast upp í íslenska rokinu ….
NEW – Wind turbine collapsed after a "wind gust" in Rostock, Germany.pic.twitter.com/1o9sdHcK5S
— Disclose.tv (@disclosetv) August 8, 2023