
Fyrri hluti viðtals við lýðheilsulækninn Guðmund Karl Snæbjörnsson alias Kalli Snæ um embættistöku Robert F. Kennedy jr. sem heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna og allar þær gífurlegu breytingar sem Bandaríkjastjórn stendur í um þessar mundir.
Við hverju geta Bandaríkjamenn búist? Við hverju eigum við Íslendingar að búast þegar vindar hafa gjörbreyst? Verður farið ofan í saumana á framferði íslenskra yfirvalda vegna aðkomu að heimsfaraldrinum, fordæmalausa fjöldabólusetningu á óreyndu lyfi, leynisamningum við Pfizer, þar sem réttur fólks var að engu hafður?
Kalli Snæ hefur verið með og stofnað þrjú samtök þar af World Council for Health sem samanstendur af yfir 230 sjálfstæðum samtökum, 33 heilbrigðisráðum sem veita leiðbeiningar varðandi lýðheilsu í 55 löndum. Eins og segir í kynningarmynd Heimsráðsins:
„Mannkynið stendur á vegamótum. Við getum valið á milli frelsis og hræðslu, vankunnáttu eða sannleikans, endurræsingarinnar miklu eða frelsunar að fullu.“
Kalli Snæ er skýr í afstöðu til svo kallaðra mRNA bóluefna sem eru engin bóluefni heldur stríðsvopn pantað af Pentagon, greitt fyrir meðal annars af USAID og búið til á rannsóknarstofu í Wuhan, Kína.

Covid-19 bóluefni hafa valdið gríðarlegum aukaverkunum, sýnt sig gagnslaus til að vernda gegn Covid-19 en hafa í staðinn aukið Covid hjá bólusettum, veikt varnarkerfi líkamans og opnað flóðgáttir fyrir aðra sjúkdóma að taka stökk fram á við gegn mannkyni.
Kalli Snæ segir að þeir vindar frelsis sem núna streyma yfir heiminn frá Bandaríkjunum gefi mannkyninu von. Þeir byrja á því að taka til í eigin garði og síðan mun þetta fara út um heiminn.
Kalli Snæ segir afskaplega mikilvægt að fólk læri af reynslunni til að hægt sé að stöðva slíkar árásir í framtíðinni. Reiði almennings sem hefur treyst yfirvöldum og látið leiðast til að taka sprauturnar í góðri trú er mikil og skiljanlega þar sem margir hafa misst nákominn ættingja, móður, föður systkin og börn.
RÚV gefur hann ekki mikið fyrir og segist ekki hafa opnað þá stöð í fleiri ár.
Þetta er fyrri hluti viðtalsins, sá síðari kemur von bráðar.