Eftir stjórnarkreppuna í Þýskalandi var ákveðið að efna til kosninga í landinu 23. febrúar næst komandi. Starfsstjórn krata og græningja fer með stjórn landsins fram að kosningum eftir að samstarfið milli sósíaldemókrata og frjálslyndra sprakk. Valkostur Þýskalands mælist næst stærsti flokkurinn í könnunum og er eitur í beinum fremst kristdemókrata sem hafa misst kjósendur til AFD.
Núna reyna kristdemókratar að safna liði til að banna Valkost fyrir Þýskaland með lögum og hindra að flokkurinn geti boðið fram í kosningunum í febrúar. Marco Wanderwitz, stjórnmálamaður kristilegra demókrata, CDU, hefur verið einn helsti talsmaður bannsins og vonast til að hægt verði að samþykkja tillögu um að hefja lagalegt ferli fyrir kosningar. Hann leggur áherslu á „hraða afgreiðslu málsins” og segir samkvæmt Zeit:
„Markmið okkar er að leggja fram tillöguna og greiða atkvæði um hana á þessu löggjafartímabili.”
Nýjar kosningar fara fram í Þýskalandi 23. febrúar og var ákvörðun um það tekin eftir að fylgi ríkisstjórnarinnar hafði lækkað verulega.
Marco Wanderwitz hefur þrýst á bannsmálið í eitt ár og notfærir sér handtöku þriggja manna með tengsl við öfgafulla saxneska aðskilnaðarsinna, sem hann segir hafa tengsl við AFD. AFD neitar hins vegar öllum tengslum við hópinn. Wanderwitz hóf baráttuna fyrir því að banna Valkost fyrir Þýskaland eftir að hafa persónulega tapað kosningu fyrir einum af frambjóðendum AFD.
Stjórnmálamenn í Þýskalandi eru klofnir í málinu. Flokksleiðtogi kristdemókrata, Friedrich Merz, er að sögn ekki lengur alfarið á móti banninu. Frjálslyndi flokkurinn „FDP” sem áður var á móti hugmyndinni, er að sveigjast í átt að banni. Græningjar tala fyrir hægfara ferli með aðstoð lögfræðinga.
Til að hægt sé að banna Valkost fyrir Þýskalands verðu stjórnlagadómstóll Þýskalands að staðfesta lögmæti slíks banns en kröfur fyrir slíkri ákvörðun eru mjög háar. AFD, sem fær á milli 16 og 20% atkvæða í skoðanakönnunum, er annar vinsælasti flokkur í Þýskaland og ef hann yrði bannaður, þá gæti valdið þjóðarkreppu.
Samtímis fylgist umheimurinn með þróuninni. Elon Musk hefur til dæmist sýnt AFD stuðning á vettvangi sínum X.