Steve Sedgwick, fréttamaður CBNC, náði stuttu viðtali við forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, og spurði hann álits á stöðu mála hjá Evrópusambandinu (sjá myndskeið að neðan). Orbán segir nýju framkvæmdastjórnina ekki hlusta á kjósendur og fylgja í fótspor fyrirrennarans sem skilaði slæmu starfi fyrir sambandið.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vill sjá náið samstarf innan ESB varðandi markaðsmálin og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Hann segir önnur mál sem löndin eru ósammála um ýta undir sundrung sambandsins samkvæmt Reuters. Viktor Orbán varar við því, að ESB kunni leysast upp.
Skeytingarleysi ESB gagnvart öðrum skoðunum ógnar stöðugleika sambandsins
Að þvinga aðildarríkin til að taka upp sömu stefnu í vissum mikilvægum málum, þar sem löndin eru augljóslega ósammála, sundrar ESB. Viktor Orbán telur upp málaflokka eins og innflytjendamálin, spurninguna um stríð eða frið og kynjamálin. Hann lítur á skeytingarleysi ESB-elítunnar gagnvart skoðunum þeirra ríkja sem ágreiningur er um sem ógn. Orbán segir:
„Ef þjóðir eru tilneyddar að sameinast um málefni sem þær eru ósammála um, þá er verið að sundra Evrópusambandinu. Ef við lítum til baka til ársins 2014 og fram til dagsins í dag, þá hefur upplausnarferli ESB verið í gangi og við verðum að stöðva það.“
Þrjár stærstu áskoranir Evrópusambandsins
Orbán fékk spurninguna um, hverjar honum fyndist vera stærstu áskoranir Evrópusambandsins. Orbán svaraði:
„Við höfum þrjár mikla áskoranir. Sú fyrsta er spurningin um stríð eða frið, númer tvö er spurningin um samkeppnishæfni atvinnulífsins. Aðal markmið ungversku formennskunnar er að koma á nýju samkomulagi um samkeppnishæfni aðildarríkja ESB. Þriðja áskorunin eru fólksflutningarnir sem leiða til upplausnar í evrópskum stjórnmálum.“
„Evrópskum reglum sem var þvingað upp á okkur fyrir ári síðan hafa mistekist. Við þurfum þess vegna að búa til nýjar reglur um fólksflutninga í Evrópu sem mun sameina Evrópusambandið en ekki sundra því eins og málin eru núna.“
Sjáið myndbandið að neðan með viðtalinu við Viktor Orbán: