Viktor Orbán: ESB vill heldur valda Rússlandi tjóni en hjálpa Evrópu

Áætlanir ESB um að hætta alveg innflutningi á rússneskri orku munu hafa alvarlegar afleiðingar, segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Hann spáir því að rafmagnsreikningar almennings muni tvöfadast, samkvæmt About Hungary.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, varar við áformum ESB um að stöðva alveg innflutning á rússneskri orku sem ljúka á í síðasta lagi árið 2027.

Aðildarríkin verða að taka fram áætlun í hverju landi fyrir sig um hvernig þetta á að ganga fyrir sig. Viktor Orbán segir í Kossuth útvarpinu:

„ Í stað þess að lækka orkukostnað einbeitir Brussel sér að því að valda Rússlandi tjóni.“

Að sögn ungverska leiðtogans mun þetta hafa alvarlegar afleiðingar. Í Ungverjalandi mun árlegur orkukostnaður aukast um tæplega ellefu þúsund milljarða íslenskra króna.

„Rafmagnsreikningar munu tvöfaldast og hitunarkostnaður fjórfaldast.“

Fara efst á síðu