Vikan sem leið var full af fréttnæmu efni og atburðum. RÚV stendur sig illa, þegar kemur að upplýsingum um staðreyndir og flytur einfalt bergmál eigin skoðana í takt við pólitískan rétttrúnað stofnunarinnar. Gagnrýnt er að sjaldan sé mótherja boðið til viðtals, til dæmis þegar sagt er frá fundi samtakanna Þvert á flokka á Austurvelli, þá ræðir RÚV ekki við forystumenn hópsins. Slík dæmi eru mýmörg og einkenni á fréttamennsku RÚV.
Loka ber landamærunum fyrir fleiri hælisleitendum
Ísafold átti viðtal við Jón Magnússon hrl. í vikunni sem vill láta loka landamærum Íslands tímabundið fyrir hælisleitendum vegna þess ófremdarástands sem ríkir vegna gæsluleysis á landamærum Íslands. Segir Jón málefni þjóðarinnar í hættu komin vegna sofandaháttar kjörinna embættismanna sem ekki sinna verkefni sínu.
Íris Erlingsdóttir er lærður fjölmiðlafræðingur og hún fullyrðir að RÚV brjóti löggjöf um ríkisútvarp á hverjum einasta degi. Bæði hún og Jón Magnússon furða sig á því, að þingmenn skulu ekki hafa tekið á gagnrýninni á RÚV. Íris segir:
„Fólk er skattpínt til að halda RÚV gangandi. Ástand blaðamennsku á Íslandi hefur snarversnað á síðustu árum. Blaðamenn vinna ekki lengur blaðamannastörf eins og gert var áður og virði staðreyndir til að koma upplýsingum til almennings.“
Íris tók upp að Samtökunum 78 er einnig haldið uppi af ríkisfé.
„Hvorugt þessara samtaka kæmust af nema með þvingaðri greiðslu frá almenningi.“
Íris nefndi fleiri dæmi um skort á alvöru blaðamennsku, þar sem málin væru rannsökuð og sannleikurinn leiddur í ljós. Hún benti m.a. á frétt RÚV með viðtali við fulltrúa Samtakanna 78 sem talaði um hugsanlega hatursglæpi en það er þekkt áróðursbragð þegar samtökin betla meiri peninga af ríkinu, þ.e.a.s. skattgreiðendum. Þá er ekki stuðst við sönnunargögn heldur ímyndaða áhættumynd sem er til sölu.
Blaðamannafélagið orðið verktaki fyrir Hamas á Íslandi
Íris tók upp nýlega ályktun Blaðamannafélag Íslands þar sem félagið fordæmir „dráp“ á blaðamönnum en a.m.k. einn þeirra var liðsmaður Hamas. Ekki var talað um dráp á blaðamönnum í seinni heimsstyrjöldinni sem týndu lífi þegar árásir voru gerðar.
Gústaf benti á að samtök fjölmiðla á heimsvísu eru skipulögð þannig að upphaf frétta er stýrt frá miðstöð sem síðan allir hinir apa eftir. Margir fjölmiðlar eru því í raun nokkurs konar afritunarvélar sem segja nákvæmlega sömu fréttina. „Já og hirða ekki einu sinni að breyta orðalaginu“ bætti Íris við. „Sami sálmurinn út um allt.
Áróðursvél Hamas dælir út falsfréttum og samsæriskenningum um Ísrael sem óvandaðir fjölmiðlar eins og RÚV virðast éta hrátt eftir. Gyðingahatur á Íslandi hefur magnast, utanríkisstefna Íslands er dregin áfram af Gyðingahatri Evrópusambandsins.
Það þykir ekkert skammarlegt að hata Gyðinga og núna ætlum við að flytja inn fólk sem við vitum að vilja koma Gyðingum fyrir kattarnef. Nýjasta hneykslið er árás Hamasliða á fund ísraelsk prófessors, Gyðings, sem var með fyrirlestur í Þjóðminjasafninu en fundarstjóri varð að aflýsa fundinum og prófessorinn fékk ekki að halda fyrirlesturinn.
Fleiri mál voru til umræðu eins og kynlífstroðningur á börn undir kynþroska aldri.
Smelltu á spilarann hér að neðan til að horfa á þáttinn: