Finnland er að breytast í nýjan eldfiman vígvöll samkvæmt öryggisstefnu ESB og Nató. Samkvæmt finnskum rannsakanda verður landið núna notað sem stökkpallur fyrir heruppbyggingu Nató sem eykur hættu á beinum átökum við Rússland á finnskri jörð.
Frá því að Finnland varð fullgildur aðili að herbandalagi Nató vorið 2023 hefur öryggisstefnu landsins verið breytt í grundvallaratriðum. Ríkisstjórn Finnlands hefur undirritað hernaðarsamning við Úkraínu – land sem er í beinu stríði við Rússland og verið er að reisa 15 bandarískar herstöðvar í Finnlandi. Tuomas Malinen, dósent í þjóðhagfræði við Háskólann í Helsinki, varar við þessari þróun í viðtali við Neutrality Studies, sjá YouTube að neðan.
Á sama tíma hyggst finnski herinn auka varaliðið úr 325.000 í 1 milljón manns fyrir árið 2032. Malinen segir:

„Þú byggir ekki flugvelli, vopnar herinn upp í sögulegar hæðir og býður inn Bandaríkjaher ef þú vilt frið. Þetta er raunverulegur undirbúningur fyrir stríð sem gerist mitt á finnsku landsvæði.“
Finnland gæti orðið vígvöllurinn þar fyrir næsta stríð
Samkvæmt Malinen er ætlunin ekki að verja Finnland – heldur að gera landið að stökkpalli í næstu hernaðarátökum Nató:
„Finnland er orðinn fullkominn vettvangur til þess að ögra Rússlandi. Og með NATO-herstöðvar þegar til staðar er hætta á að við verðum upphaf nýrra vopnaðra átaka með Bandaríkjunum og Rússlandi.
Hann telur að Finnland sé núna þar sem Úkraína var fyrir 2022: ríki sem er notað sem verkfæri í stærra heimspólitískum leik með mikilli áhættu fyrir heimamenn.
Viðvörun frá heimildarmanni CIA: „Við viljum stykkja niður Rússland“
Á ráðstefnu í Bretlandi heyrði Malinen fyrrverandi starfsmann CIA segja að markmiðið væri enn að „stykkja niður Rússland“ og að stríðið í Úkraínu eigi að halda áfram endalaust.
„Þetta er ekki lengur kenning. Þetta er sagt opinberlega. Og Finnland er næsta skref. Það eru stigvaxandi átök, ekki slökun, sem er á dagskránni.“
Þjóðin aldrei spurð
Þegar þáverandi forseti Finnlands, Sauli Niinistö, lofaði að Nató-umsóknin yrði leyst í þjóðaratkvæðagreiðslu, töldu margir að Finnland myndi fylgja lýðræðislegu ferli. En eftir að stríðið braust út í Úkraínu skipti hann um skoðun. Þremur mánuðum síðar var talið nægjanlegt að gera skoðanakannanir. Malinen segir:
„Það vantar algjört umboð almennings fyrir þessari þróun. Við erum sett í fremstu víglínu stórveldastríðs – án þess að almenningur hafi fengið að segja já eða nei.“