Þýska stjórnarskrárstofnunin tekur skref afturábak og flokkar ekki lengur stjórnmálaflokkinn AfD sem samtök með „staðfestar hægri öfgafullar væntingar.“ Þessi tilkynning barst eftir að flokkurinn lagði fram lagalega beiðni um að fá ákvörðunina endurskoðaða fyrir dómstólum.
Alice Weidel, leiðtogi AfD, fagnar þróuninni. Hún segir samkvæmt Junge Freiheit:
„Þetta er fyrsta mikilvæga skref í áttina að því að losna við stimpilinn hægri öfgaflokkur.“
Að sögn Christians Conrads, lögfræðings, er markmið stjórnarskrárstofnunarinnar að gera hraða endurskoðun dómstóla mögulega. Fyrri fréttatilkynning um uppfærslu AfD í „öruggan hægri öfgaflokk“ hefur einnig verið fjarlægð af vefsíðu leyniþjónustunnar. Þar með er flokkurinn aftur kominn á fyrra stig sem „grunaður“ um öfgar.
Flokkurinn gagnrýndi harðlega skilgreininguna sem öfgafullur hægri flokkur sem á sér enga stoð í raunveruleikanum og getur hreinlega skaðað lýðræðið. AfD bendir á að öfgahægri skilgreiningin hræði burtu félagsmenn, sérstaklega opinbera starfsmenn eins og hermenn, dómara og lögreglumenn, þar sem rætt hafi verið um um afleiðingar fyrir embættismenn alríkisins.
Í opinberum gögnum með ákvörðuninni um að klassa flokkinn sem hægri öfgaflokk er Valkostur fyrir Þýskalands meðal annars sakaður um að standa fyrir þjóðernislegri stefnu um Þjóðverja sem eigin kynþætti. Það er að segja að Þjóðverjar séu þjóðlegur kynstofn sem er bannað samkvæmt stjórnarskránni sem tekin var upp í Þýskalandi eftir stríð ár 1949. AfD telur að um pólitíska aðför sé að ræða gegn flokknum.
Sú staðreynd að innanríkisráðherrann Nancy Faeser frá sósíaldemókrötum keyrði ákvörðunina um að stimpla flokkinn sem hægri öfgaflokk í gegn án hefðbundinnar athugunar hefur vakið gríðarmikla gagnrýni – ekki síst frá Roderich Kiesewetter, talsmanni kristdemókrata í öryggismálum. Hann segir í viðtali við Bild:
„Það verður tafarlaust að leysa þennan vanda. Hvers vegna var gengið á bak við fyrri loforð um að sannleiksreyna gögnin?“