Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð á Íslandi. Hún hefur birt stefnuskrá í 23 punktum. Ríkisstjórnin hefur verið kennd við Valkyrjur og sögð vera Valkyrjustjórnin. Er það rétt viðmið?
Hlutverk valkyrjanna var að hreinsa burtu lík stríðsvallarins.
Nær væri að tala um skapanornirnar þrjár, Urði, Verðandi og Skuld sem táknuðu fortíð, nútíð og Framtíð.
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður lýsir sinni skoðun á málinu. Rætt um fyrstu athugasemdir um stefnuskrá ríkisstjórnarinnar sem lýsir góðum hlutum en skortir skýr markmið sem tryggja getu til að leysa málin. Ríkissjóður er rekinn með 100 milljarða króna halla.
Munu skapanornirnar skapa svo mikið aðhald í ríkisrekstrinum sem dugir til vatnsins sem þarf til að halda rótum Agg Yggdrasils votum og tré lífsins lifandi?
Urður gæti átt við Þorgerði Katrínu sem myndgerving fortíðar, Verðandi nútímans sómir Ingu Sæland og Skuld vísar til framtíðarinnar sem er þá Kristrúnar, en gengi og/eða gengisleysi ríkisstjórnarinnar veltur fyrst og fremst á því hve vel henni tekst til við að móta framtíðina.