Þjóðkirkjan út af sporinu

Þjóðkirkjan vinnur að nýrri handbók fyrir presta og kirkjusöfnuði landsins. Áætlað er að kynna breytingu á fagnaðarerindi lútersk-evangelísku kirkjunnar um sköpun guðs í sinni mynd með tveimur kynjum mann og konu. Núna ætlar biskup og kirkjuþing að breyta þessum boðskap yfir í að kynin séu fleiri en tvö. Hversu mörg er óljóst.

Einnig er verið að breyta orðfari trúarjátninga, skírna og messu og eyða tali um guð í karlkyni og talað um ljósmóður lífsins í staðinn.

Það sem er alvarlegast er að stroka á út heilaga þrenningu sem lútersk-evangelíska kirkjan byggir boðskap sinn, skírn og fermingu á. Geir Waage, pastor emeritus er gestur Ísafoldar í þessum fjórða þætti og segir að ef af verði að þjóðkirkjan yfirgefi heilaga þrenningu, þá sé hún ekki lengur lútersk-evangelísk kirkja og geti sem slík ekki verið hluti alþjóðlegu lútersku-evangelísku kirkjunni sem hún er í dag.

Þá verður samkomuleg kirkju og ríkis einnig rofið, því í stjórnarskrá og lögum um þjóðkirkjuna er samkomulag ríkis gert við lútersku-evangelísku kirkjuna sem sé þjóðkirkja Íslands.

Yfirgefur þjóðkirkjan grundvallarhlutverk sitt með þessum hætti hverfa allar skyldur ríkisins við kirkjuna og ríkinu ber engin skylda til að fjármagna kirkju sem hefur yfirgefið þjóð sína.

193 views

Fara efst á síðu