Fósturvísamálið 5

Fimmti viðtalsþátturinn við hjónin Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnar Árnason vegna horfnu fósturvísanna 19. Hið opinbera hefur gengið af göflunum eftir fyrirspurn þeirra um dularfullt „hvarf” 19 fósturvísa. Til dæmis er Þjóðólfur rétt rúmlega mánaðar gamall og er bannlýstur af yfirstjórn Landspítalans svo starfsmenn geti ekki lesið sér til um smánarleg viðbrögð stjórnenda LSH sem enn láta ekki frá sér lögbundnar upplýsingar í nær áratug svo umboðsmaður Alþingis þurfti að hlaupa á milli og enn vantar umbeðnar upplýsingar!

Í þessum þætti er einnig rætt um ofsóknir yfirvalda gegn þeim hjónum bæði líkamlega með skerðingu ferðafrelsis og ekki síst sálfræðilegan en þau voru sett á skrá í kerfi lögregluvalda yfir ótínda glæpamenn. Núna rífast yfirvöld innbyrðis um hver hefur sagt hvað og fela sig á bak við dularfullan „gervimann” sem sagður er hafa skráð „glæpahjónin” í eftirlitskerfið. Ekki furða að gamalreyndur blaðamaður segi persónuvernd í raun vera fulltrúa persónuofsókna hins opinbera!

Lögleysa hins opinbera gagnvart heiðarlegum meðborgurum landsins gengur út yfir allt velsæmi og allt reynt til að hylma yfir með meintum glæpum lækna sem auðguðust mjög samtímis dularfullu hvarfi 19 fósturvísa þeirra hjóna. Þegar þau Hlédís og Gunnar hófu leit sína að sannleikanum fyrir 9 árum, þá seldu læknarnir fyrirtækið sitt, Art Medica, og fengu hundruði milljóna króna fyrir.

Þau Hlédís og Gunnar eru ekki af baki dottin. Er það aðdáunarvert að fylgjast með baráttu þeirra við ofureflið, Davíð gegn Golíat. Landsmenn geta fylgst með fósturvísamálinu á heimasíðu Þjóðólfs, thjodolfur.is


Fara efst á síðu