Auðveldlega hægt að spara 100 milljarða árlega

Jóhannes Loftsson hefur tekið fram vægast sagt athyglisverðar tillögur til sparnaðar hjá hinu opinbera. Þjóðólfur hefur áður birt grein hans „Er þjóðarsátt um fátækt ásættanleg?“ Hann er vægast sagt gagnrýninn á verklag stjórnmálamanna sem taka meira mið af eigin útliti, glæsileika glærusýninga, en að stunda vinnuna sína. Reykjavíkurborg er áberandi í þeim vitleysisgangi að koma með hugmyndir og steypa í kerfislægt ferli áður en búið er að vinna grunnvinnuna við forsendur verkefna. Þannig er farið af stað með óhugsuð verkefni og óskatölur og ímyndaðan hagnað sem aldrei verður, því forsendurnar eru rangar frá byrjun.

Raunveruleiki stjórnmálanna víkja því frá settum gæðum í verklagi og vinnuferlum verkefna. Síðan er reynt að laga til misfellurnar eftir á, þegar áætlanir standast ekki og málin komin í tóma vitleysu eins og iðnaðarbyggingin í íbúðahverfi í Breiðholti er nýjasta dæmið um. Mörg fleiri slík dæmi má nefna eins og til dæmis Braggamálið, Borgarlínu og Sundabraut.

Þeir sem þurfa að borga fyrir þessa loftkastala stjórnmálamannanna eru aðallega þeir fátæku sem verða enn fátækari fyrir vikið.

Jóhannes telur hæglega að spara megi yfir 100 milljarða á ári og hann sendi tillögur sínar í samráðsgátt að ósk nýju ríkisstjórnarinnar.

Þjóðólfur hvetur yfirvöld, stjórnmálamenn og alla landsmenn til að kynna sér tillögur Jóhannesar Loftssonar. Þær geta leyst vandann sem óduglegir stjórnmálamenn hafa skapað og töluvert aukið hagsæld almennings.

313 views

Fara efst á síðu