Hver vill vera Pílatus?

Arnar Þór Jónsson hrl., formaður Lýðræðisflokksins ræðir ógæfuför Íslands sem hefur ríkisstjórn sem vill afsala sjálfstæði þjóðarinnar í hendur miðstjórnarvalds í höndum ókjörinna einstaklinga í ESB.

Framkvæmdavald, löggjafarvald og að síðustu dómsvaldið fer undir yfirráð erlends valds.

Við það glata Íslendingar sjálfstæði sínu sem þjóð og auðlind þjóðarinnar, fiskimiðin – ein þau gjöfulustu í heimi verður á borði búrókratanna í Brussel. Ávinningurinn skilar sér ekki í þjóðarbúið og velferð Íslendinga glatast.

Arnar minnir á þá tíð, þegar Íslendingar stóðu eins og aumir menn með húfuna í hendi og grátbáðu Danakonung um hjálp. Þangað stefnum við hraðbyri eins og málum er háttað í dag.

119 views

Fara efst á síðu