Tass greinir frá því að mennta- og þróunarmálaráðherra Serbíu, Zeljko Budimir, hafi sagt í viðtali við SRNA fréttastofuna, að „Gamli heimurinn undir forystu Vesturlanda sé að hverfa. Nýr heimur er að myndast undir forystu BRICS-samstarfsins.“
Samkvæmt SRNA fréttastofunni sagði Budimir:
„BRICS er valkostur við gamla heiminn, sem núna er að hverfa úr sögulegu og alþjóðlegu landslagi. Þess vegna er mikilvægt fyrir lýðveldið Serbíu að þekkja vini sína, samstarfsaðila og bandamenn í komandi heimi.“
Að sögn Budimir er nýr „fjölpóla heimur“ að koma til sögunnar:
„Lýðveldið Serbía lítur á Rússland sem mikilvægasta bandamann sinn og samstarfsaðila.“
Að sögn Budimir þjónar hið góða persónulega samband Milorad Dodik, forseta Serbíu og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem „aðgöngumiði“ að BRICS.
BRICS var stofnað af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína árið 2006. Árið 2011 gekk Suður-Afríka til liðs við bandalagið. Þann 1. janúar 2024 gerðust Egyptaland, Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Eþíópía fullgildir aðilar að BRICS. Í ár gegnir Rússland formennsku í bandalaginu. Leiðtogafundurinn í Kazan 22.-24. október verður lykilviðburður BRICS árið 2024.