Vesturveldin hafa eytt 300 milljörðum evra, tæpum 44 billjónum ísl.kr. (43.707.000.000.000 kr.) í Úkraínustríðið. Afleiðingin er eyðilagt land og hundruð þúsunda drepinna, segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, í ungverska dagblaðinu Magyar Nemzet.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, spáir því meðal annars að Úkraínustríðinu ljúki árið 2025, annað hvort með friðarviðræðum eða með því að annar aðilinn vinni hernaðarsigur.
Í stað stríðsstjórnmála munu stjórnmál friðar snúa aftur, útskýrir hann. Orbán gagnrýnir einnig að Bandaríkin og Evrópa hafa að hans sögn eytt um 300 milljörðum evra í stríðið. Þessir peningar hefðu getað farið í aðra hluti. Orbán segir í jólaviðtalinu: