Vestrænir stjórnmálamenn eru hjarðdýr: „Þeir hugsa ekki“

Vesturlönd vantar alvöru stjórnmálamenn – þeim er stjórnað af „hjörð stjórnmálamanna.” Þetta sést til dæmis á afstöðu þeirra og áróðri í hinu tilgangslausa stríði í Úkraínu í stað þess að leita friðar. Það segir fyrrum þjóðfræðiprófessor Karl-Olov Arnstberg í sænska Swebbtv.

Hver er munurinn á stjórnmálamanni og þjóðarleiðtoga? Karl-Olov Arnstberg, fyrrum þjóðfræðiprófessor, fjallar meðal annars um þá spurningu í nýjum þætti hjá Swebbtv.

Stjórnmálamaður nútímans líkist hjarðdýri á meðan þjóðarleiðtogi starfar í þágu lands síns og gengur gegn hjörðinni ef þörf krefur.

Dæmi um þjóðarleiðtoga er Viktor Orbán, leiðtogi Ungverjalands. Hann vill vernda land sitt og starfar í þágu friðar og er af þeim sökum refsað af burðardýrunum innan ESB. Karl-Olov Arnstberg segir:

„Til að geta farið gegn hjörðinni þarft þjóðarleiðtoga eins og Viktor Orbán.”

Það hefur einmitt Orbán gert málefnum innflytjenda og stríðs. Arnstberg heldur áfram:

„Ungverjaland er land Ungverja, segir hann. Það ætti ekki að vera umdeilt en er það engu að síður. Annað dæmi er hvernig hjörð stjórnmálamanna innan ESB sendir peninga og vopn til Úkraínu í varnarstríðinu gegn Rússlandi. Viktor Orbán, sem veit að Bandaríkin og Nató nánast neyddu Rússa til að ráðast inn í Úkraínu, vill semja frið við Rússland. Þetta er tilgangslaust stríð sem eyðileggur Úkraínu efnislega og innviði landsins. Það versta er, að stríðið drepur og limlestir hundruð þúsunda ungs fólks – bæði Rússa og Úkraínumenn.”

„Hvers vegna evrópska stjórnmálahjörðin vill ekki semja um frið er mér óskiljanlegt. Hermennska er hættuleg öllu mannkyni. Mín eina skýring og ég held reyndar að hún nái langt, er sú að vestrænir stjórnmálamenn hugsa ekert heldur fylgja hjörðinni.”

Að sögn Karl-Olov Arnstberg lendir fólk sem hugsar „nánast alltaf fyrr eða síðar í átökum við þá sem hugsa ekki.“ Hann bendir á:

„Stjórnmálamenn eru hjarðdýr en þeir auðkenna sig ekkert sérstaklega vel eða alls ekki með fólkinu sem þeir eru fulltrúar fyrir,.”

Arntsberg segir:

„Allt Evrópusambandið og stjórnmálahjörð þess reynir á ýmsan hátt að refsa Viktor Orbán, vegna þess að hann fer gegn hjörðinni og verndar Ungverjaland.”

Hlýða má á Karl-Olov Arnstberg í þættinum hér að neðan (á sænsku):

Fara efst á síðu