Verslanir í Svíþjóð hætta að taka á móti stafrænum pössum til aldursgreiningar

Í lok síðustu viku hætti sænska áfengissalan að samþykkja stafræna passa til aldursskilgreiningar og núna mælir matvörukeðjan ICA verslanir sínar að gera slíkt hið sama. Margir unglingar hafa orðið uppvísir að sýna falsaða stafræna passa í símanum og svo virðist sem að hið „fullkomna stafræna öryggi“ sé ekki eins fullkomið og talið var.

Vel gerðir falsanir

Stafrænn passi – sem er auðkenni í símanum með mynd og QR kóða sem kaupmenn geta skannað – hefur orðið sífellt algengari og vinsæll meðal unga fólksins. Að undanförnu hefur borið á því að hægt er að hlaða niður fölsuðum öppum sem síðan má nota til að ljúga til um aldur við kaup til dæmis á orkudrykkjum, sígarettum og áfengi hjá áfengissölu ríkisins.

Í fréttatilkynningu frá sænsku áfengissölunni „Systembolaget“ segir að þetta séu „afar vel gerðar falsanir“ og því hafi verið ákveðið að hætta allri notkun stafrænna skilríkja. Blaðafulltrúi stafrænna bankaauðkenna, Charlotte Pataky, segir við DN að þetta sé aðeins spurning um lítið magn falsana:

„En ein fölsun er einni of mikið. Öryggi er okkur nauðsynlegt og við styðjum ákvörðun áfengisverslunarinnar.“

Lögreglan varaði foreldra og verslanir við vandanum í september og sagði falsanir vinsælar meðal ungs fólks. Patky telur stafrænu passana mun öruggari en ökuskírteini en í stórum verslunum þar sem oft ríkir örtröð og hlutirnir ganga hratt fyrir sig, þá gleymist stundum að skanna kóðann. Nina Jelver, öryggisstjóri sænsku verslunarsamtakanna „Svensk Handel“ er á sama máli.

Hættur ekki nefndar

Man einhver eftir bóluefnapössunum sem tengdust stafrænum skilríkjum?

Við fáum alltaf að heyra hvað stafræna tæknin sé fullkomin sem hún greinilega er ekki. Þrjótarnir virðast alltaf fljótir á sér og stundum mörgum skrefum á undan. Annað sem fylgir yfirtöku stafrænu tækninnar er að yfirvöld geta fylgst með öllu því sem við gerum eins og til dæmis hvað við kaupum, hvernig lífsstíl við veljum og hvaða skoðanir við höfum. Í Kína getur þú þurft að borga dýrari lestarmiða ef þú gengur yfir götu á rauðu ljósi!

Það er heldur engin trygging fyrir því að stafræni passinn í farsímanum verði örugglega alltaf í gildi. Ef þú gagnrýnir ríkisstjórnina og yfirvöld vilja þagga niður í þér, þá geta þau hæglega slökkt á stafrænu skilríkjunum þínum með því að ýta á einn takka. Það er erfiðara fyrir þau að gera það til dæmis við prentuð ökuskírteini og venjulega passa. Man einhver eftir stafrænu bólupössunum í Covid-19 heimsfaraldrinum?

Verum því á varðbergi og látum ekki ríkisvaldið taka líf okkar í gíslingu. Við sem einstaklingar eigum réttinn að ráða lífum okkar sjálf.

Fara efst á síðu