Sem leiftur skýrðust línur á fundi stjórnmálamanna með ungu fólki á dögunum. Það var verið að ræða barneignir. Dísa Reykás hóf umræðuna með furðustefnu um að pólitíkin eigi ekki að hafa skoðun á barnleysi Íslendinga. Snorri Másson var beðinn að svara. Snorri vakti máls á lækkandi fæðingartíðni 1.6 barn á konu þegar þyrfti 2.1 barn. “Íslendingar eru að fara að líkjast dauðakölti. Við erum bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri fullur eldmóðs.
ALÞINGI ER DAUÐAKÖLT
Þá gall í barnaráðherranum Ása: „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur.“ Pírínan Þórhildur Sunna skríkti: „Hvernig væri það?“ Framsókn og Pírítar eiga samhljóm. Kjarni máls varð kristaltær. Alþingi er dauðakölt. Á fáum kynslóðum hverfa íslensk þjóð, menning og tunga; fáninn hverfur, þjóðsöngurinn þagnar. Fólkið í landinu verður ekki lengur. Það á að skáka Íslandi inn í glóbalríkið. Verða einhverjir Íslendingar til að skeina Ása á elliheimilinu …
HRÆÐILEGA SKRÍTIN SÝN
“Vertu ekki svona æstur,“ sagði Ási eins og rogginn hani. “Hvers konar hrokasvar er þetta?“ svaraði Snorri sem hélt áfram að öðrum kjarna máls. Stjórnmálamenn gera barnleysi sífellt flóknara og erfiðara. „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig? Mér finnst þetta hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ Snorri hefur komið inn sem stormur í íslensk stjórnmál.
Barneignir eru fyrir hina ríku og voldugu sem skammta sér forréttindi. Þeir flytja inn ódýrt vinnuafl til þess að græða meðan verðbólga og vextir æða áfram. Útvalið bankafólk Arionbanka með eigin barnagæslu, því leikskólar Reykjavíkur í lamasessi. Meðfylgjandi er orðræða þeirra.