Verð á gulli nær nýjum hæðum

Í fyrsta skipti nokkurn tíma er ein gullstöng milljón dollara virði. Undanfarið ár hefur verð á gulli hækkað um meira en 30%. Jafnframt er því spáð að verðið haldi áfram að hækka.

Síðastliðinn föstudag fór markaðsverð gulls fór yfir 2.500 dollara únsan. Gullstangir vega að jafnaði um 400 únsur, jafnvirði rúmlega ellefu kílóa.

JP Morgan banki útskýrir í skýrslu hina miklu verðhækkun með tilliti til heimspólitískrar áhættu, aðgerða gegn verðbólgu og vaxtahorfa.

Annar þáttur sem Bloomberg bendir á, er að seðlabankar á fyrri hluta þessa árs keyptu gull sem jafngildir nettó 40.000 gullstöngum.

Fjárfestar líta á gull sem eignasafn til langtíma og tryggingu á tímum efnahagslegs óróleika.

Fara efst á síðu