Veita ber Páli Vilhjálmssyni rithöfundalaun

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins skrifar á blog.is að ef einhver ætti að fá rithöfundalaun á Íslandi, þá væri það Páll Vilhjálmsson. Þjóðólfur tekur undir það og beinir þeim tilmælum til menntamálaráðherra að veita þeim manni sem staðfastur hefur barist gegn ofurefli ranghugmyndasmiða í mörg ár og afhjúpað hvert spillingarmálið á fætur öður í landinu. Fyrir það hefur hann mátt þola ofsóknir og atvinnumissi.

Arnar Þór Jónsson skrifar:

Skuggastjórn sem fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar láta óáreitta

Ef einhver maður ætti að fá rithöfundalaun á Íslandi, þá væri það Páll Vilhjálmsson. Fullyrða má að Páll hefur gert meira til að upplýsa, fræða og setja hluti í samhengi en flestir þeir sem fengið hafa rithöfundalaun (áskrift að almannafé) síðustu árin. Fyrir sitt framlag hefur Páll ekki fengið krónu með gati frá þeim sem sitja við peningapottinn og ausa úr honum daglega, m.a. til að fjármagna stríðsrekstur erlendis og til alþjóðlegs boðunarstarfs transkreddurnar. Úr sama potti skammta stjórnmálamenn fé til að reka eigin flokka og til að reka fjölmiðla. Þannig geta flokkarnir slegið tvær flugur í einu höggi, ráðið til sín starfsmenn í eigin áróðursdeild – og auk þess keypt sér gott veður hjá fjölmiðlunum sem eiga orðið lífsafkomu sína undir því að stjórnvöld séu þeim velviljuð. Er þetta eitthvað annað en vanheilagt bandalag sem grefur undan aðhaldshlutverki fjölmiðlanna og lýðræðislegu hlutverki stjórnmálaflokkanna?

Þjónkun íslenskra stjórnmálamanna við erlenda hagsmuni er orðin öllum ljós sem hafa augu til að sjá. ESB, SÞ, NATO o.fl. eru orðin að nokkurs konar skuggastjórn sem situr á bak við ráðherra sem ganga erinda þeirra hérlendis. Það alvarlega við skuggastjórnina er að hún er ósýnileg og ber enga hollustu gagnvart Íslendingum og svarar ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart okkur. 

Ef allt væri með felldu væri meginviðfangsefni íslenskra fjölmiðla og íslenskra stjórnmálaflokka að rjúfa þessi tengsl og slíta valdataumana úr höndum fólks sem enginn þekkir og enginn hefur kosið til valda. Meðan enginn sýnir vilja til þess heldur leikritið áfram og sjóðirnir halda áfram að grynnka. 

Fara efst á síðu