Sænska sjónvarpið, SVT, greinir frá því að ríkisfyrirtækið Vattenfall (svipað og Landsvirkjun) hættir við nýjasta verkefnið að fanga koltvísýring og geyma neðanjarðar í Haninge. Átti að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu frá og með árinu 2028 um 150 þúsund tonn árlega. Einnig verður hætt við samskonar verkefni í Uppsala sem átti að soga 200 þúsund tonn árlega.
Fulltrúi Haninge, Sara Bjurström, segir í viðtali við SVT, að ákvörðun Vattenfalls komi á óvart og segir það mikilvægt að tekist sé á við loftslagsbreytingar.
Vattenfall hættir við allar áætlanir í Svíþjóð um að fanga og geyma koltvísýring til að draga úr kolefnislosun. Vattenfall skrifar í tölvupósti til sjónvarpsins:
„Markaðurinn til að soga koltvísýring er vanþroskaður og fjárhag vantar til að hrinda verkefninu í framkvæmd.“
Verð á koltvísýringi of lágt
Ríkisstjórnin hefur sett 36 milljarða sænskra króna í verkefni varðandi koltvísýringsgeymslu sem hefja átti í stórum stíl í tengslum við lífeldsneytisorkuver í Svíþjóð. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina hafa málað sig út í horn. Vattenfall segir að „hlé“ verði gert og ef aðstæður breytast, þá verði hægt að taka verkefnið upp að nýju. Svante Axelsson verkefnastjóri hjá sænska ríkinu segir verð á koltvísýringi of lágt sem er merki þess að grænu umskiptin hafi stöðvast að einhverju leyti.
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir „nauðsynlegt að fanga koltvísýring til að uppfylla loftslagsmarkmiðin.“