Imane Khelif varð ein af umtöluðustu þátttakendum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Þrátt fyrir að Khelif sé með XY-litninga og var bannað af Alþjóða hnefaleikasambandinu að taka þátt í heimsmeistaramótinu 2023, þá fékk hún leyfi til að taka þátt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum. Núna segir spænska íþróttablaðið Marca að Khelif hafi „innri eistu.“
Á Ólympíuleikunum í París gerði Alþjóða hnefaleikasambandið (IBA) það ljóst, að tveir karlmenn kepptu í hnefaleikum kvenna. Þeir vísuðu í blóðprufur sem leiddu til þess, að mennirnir voru dæmdir úr leik á heimsmeistaramótinu í fyrra.
Auk Alsírbúans Imane Khelif var Lin Yu-ting frá Taívan. Báðar unnu síðar gull í kvennaflokki sinnar greinar. Töluverð mótmæli voru gegn þátttöku tvíeykisins og rætt var um óréttlætið í því, að líffræðilegir karlmenn fái að keppa í íþróttum á móti konum sem gætu einnig skaðast fyrir vikið.
Franski blaðamaðurinn Djaffar Ait Aoudia birtir frétt í dagblaðinu Le Correspondent þar sem kemur fram, að Alsírmaðurinn Imane Khelif, hefur karlkyns líffræðileg einkenni í formi XY-litninga og erfðasjúkdóma.
Blaðamaðurinn komist í sjúkraskýrslur frá frönsku og alsírsku sjúkrahúsi og segir að í athugasemd í júní 2023 hafi komið fram að Khelif sé með röskun á kynþroska sem eingöngu leggst á líffræðilega karlmenn. Samkvæmt spænska íþróttablaðinu Marca bitnar þessi erfðasjúkdómur aðallega á drengjum og kemur í veg fyrir eðlilegan þroska kynfæra. Vegna skorts á réttri greiningu við fæðingu er þeim oft úthlutað kvenkyns auðkenni.
Hátt testósterónmagn
Á unglingsárum byrja merki karlmennsku að vaxa til dæmis líkamshár og vöðvar og karleinkennin staðfestast enn fremur, þegar hvorki verður vart við kvenbrjóst né blæðingar. Frekari klínísk skoðun staðfestir síðan venjulega kyngreiningu með því að eistu eru til staðar í kviðnum og frumstæður blöðruhálskirtill en leg og eggjastokka vantar.
Í sjúkraskýrslu Khelif kemur fram að hann hefur ekkert leg heldur eistu í náragöngum auk XY litninga. Khelif er einnig með dæmigert karlkyns testósterónmagn 14,7 á meðan konur fara ekki yfir 3.