Valkostur Þýskalands stærsti flokkurinn í Þýringalandi með 32,9% atkvæða

Sögulegur sigur Valkosts fyrir Þýskaland varð í tveimur héraðskosningum í Þýskalandi í gær: Flokkurinn varð stærsti flokkurinn í Þýringalandi með 32,9% atkvæða og næst stærsti flokkurinn í Saxlandi með 30,8%. Er útkoma kosninganna mikill rassskellir fyrir ríkisstjórnarflokkana sósíaldemókrata og græningja.

Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative für Deutschland, AfD“ hefur rótgróið fylgi í smábæjum víðs vegar í Austur-Þýskalandi – þar á meðal í Saxlandi og Þýringalandi. Í smábænum Großschirma, fékk AfD um helming atkvæða í sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningum í júní, sem sýnir að hve miklu leyti stjórnmálaflokkurinn er orðinn að ráðandi stjórnmálaafli á svæðinu.

Að sögn Politico eiga hefðbundnir stjórnmálaflokkar í vök að verjast. Í Saxlandi er aðeins 41% fólks ánægt með hvernig lýðræðið virkar, samkvæmt könnun sem ríkisstjórnin lét gera. Aðeins einn af hverjum tíu sagðist treysta stjórnmálaflokkum og aðeins 15% sögðust treysta fjölmiðlum. Með stefnu skynsemi og aðhalds í ríkisfjármálum ásamt boðun friðar í stað Úkraínustríðs hefur AfD unnið hjörtu margra Þjóðverja sem eru orðnir þreyttir á innantómum loforðum hefðbundnu flokkanna. Innflytjendamálin og allt ofbeldið setja sín spor og margir Þjóðverjar krefjast breytinga og þar er AfD ofarlega á blaði.

Reynt er að gera allt til að stöðva framgang flokksins og keppast stjórnmálaandstæðingar flokksins við að gefa út yfirlýsingar um að þeir muni neita samstarfi við AfD. Helst vildi ríkisstjórnin banna flokkinn og segir flokkinn útsendara Pútíns í Þýskalandi, vegna friðarhugmynda flokksins í Úkraínustríðinu! Meðal annars var því haldið fram að Pútín fengi völd í fylkjunum ef AfD ynni kosningarnar.

Á næsta ári verða þingkosningar í Þýskalandi og þá munu línurnar skerpast enn frekar á þjóðlega sviðinu. Valkostur fyrir Þýskaland bauð ekki öllum fjölmiðlum á kosningavöku í gærkveldi sem var kært og dómstóll úrskurðaði að ekki mætti mismuna fjölmiðlum. AfD ákvað þá að engum fjölmiðlum yrði boðið. Telur flokkurinn meginmiðla eindregið vinna gegn sér með falsáróðri og útúrsnúningum.

Eva Vlaardingerbroek telur von fyrir Evrópu, ef Þjóðverjum tekst að rísa upp gegn glóbalistunum (tölurnar sýna útgönguspár kl. 18.00 á kjördegi):

Útkoman er reiðarslag fyrir kanslarann, sósíaldemókratann Scholz:

Vinstri öfgamenn fóru út á götur og mótmæltu kosningasigri Valkosts fyrir Þýskaland:

Fara efst á síðu