Kosningar voru í Brandenburg í gær og hafði Valkosti fyrir Þýskaland verið spáð yfirburðasigri með meiri stuðning en sósíaldemókratar sem eru sögulega sterkir á svæðinu. Útgönguspár benda til þess að AfD fái um 30% á hæla sósíaldemókrata með 31%. Í síðustu kosningum í Þýringalandi varð Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, stærsti flokkurinn og í Saxlandi aðeins einu prósenti frá því að verða stærstur flokka.
Útkoman er mikill sigur fyrir AfD sem bætir við sig 6%. Sósíaldemókratar bæta einnig við sig 4,5%. Samkvæmt Junge Freiheit sem hefur farið yfir tölurnar er Valkostur fyrir Þýskaland vinsælastur hjá unglingum 16-24 ára. Unglingar mega kjósa frá 16 ára aldri. Flokkurinn fær 32% fylgi í þessum aldurshópi á meðan sósíaldemókratar fá aðeins 19%. Dæmið lítur öðru vísi út hjá eldri kjósendum yfir 70 ára. Þar kjósa 50% sósíaldemókrata en AfD fær aðeins 17%. Í næstu kosningum mun því koma enn betur í ljós, að 34 ára valdaskeiði sósíaldemókrata er á enda í Brandenburg.
Graf yfir fylgi flokkanna í mismunandi aldurshópum:
Hörmuleg útreið fyrir stjórnarflokkana
Útkoma kosninganna eru hörmung fyrir vinstri flokkinn Die Linke sem og ríkisstjórnarflokkana tvo Græningja (umhverfisverndarsinna) og Frjálsa lýðræðisflokkinn (frjálslynda). Enginn þessara flokka fær meira en 5%, sem er þröskuldurinn til að komast inn á ríkisþingið.