Blaðamaðurinn Tucker Carlson sagði í ræðu, að allt sé upp í loft í Bandaríkjunum. Hin hræsnisfulla yfirstétt verðlaunar þá sem eru ofbeldissinnaðir og gagnslausir með völdum og auðæfum. „Núna er nóg komið nóg!“
Bandaríkin sem samfélag hafa algjörlega farið út af sporinu svo um munar. Svona getur þetta ekki haldið áfram fjögur ár í viðbót samkvæmt Tucker Carlson.
Lélegustu einstaklingarnir eru verðlaunaðir
Samkvæmt Carlson hefur valdaelíta hertekið Bandaríkin og búið til kerfi þar sem verstu einstaklingarnir eru verðlaunaðar. Í ræðu á „Turning Point Action“ sagði Tucker Carlsson:
„Hvernig þeir (demókratar) hafa komið fram við þetta land síðastliðin fjögur ár er það átakanlegasta sem ég hef séð í 55 ár. Og þessir valdhafar dirfast að skipa almenningi, hvað hann eigi að gera.“
Galdramaðurinn í Oz á ferð
Samkvæmt Tucker hafa valdhafarnir ekkert siðferðilegt vald til að skipa öðrum fyrir verkum.
„Ríkjandi frásögn er blekking, þetta er galdramaðurinn í Oz. Þetta er of mikið!“
Það sem er í gangi er móðgun við bandarísku þjóðina og þá sem byggðu landið, telur hann. Núna er kominn tími til að segja stopp, hingað og ekki lengra:
„Við höfum látið þetta viðgangast í fjögur ár. Það er ekki hægt að gera það lengur. Við getum það bara ekki. Þetta er ekkert réttlæti. Það er ekki hægt að verðlauna ógeðsleg sníkjudýr, þá sem gera minnst gagn í landinu og eru samtímis ofbeldisfullir, árásargjarnir einstaklingar. Það er ekki hægt að láta þá verða þá ríkustu. Það er bara ekki hægt. Það verður bara rangt. Í réttlátu landi þar sem virðing ræður, þá eru það þeir sem vinna mest, þeir sem eru hæfileikaríkastir og þeir sem skapa mest…. þá ber að verðlauna.“
Glæpur gegn sannleikanum
Ef Bandaríkin væru réttlátt land, þá ættu sumir af valdamesta fólkinu í landinu ekki að vera í þeirri stöðu sem það er í eða jafnvel að hafa vinnu samkvæmt Tucker Carlson.
Honum finnst fráleitt að sumir þeirra sem fara með æðstu völd í Bandaríkjunum skuli hafi náð að komast á toppinn:
„Það er komið nóg! Það má ekki leyfa þetta lengur! Þetta er glæpur gegn sannleikanum, gegn raunveruleikanum og gegn sjálfu réttlætinu.“