Uppfærð frétt
Svíþjóðardemókratar greiddu atkvæði með vantrausti á Ursula Von Der Leyen forseta ESB í atkvæðagreiðslu sem haldin var á ESB-þinginu í dag. Ursula von der Leyen hefur verið innblönduð í hneykslismál og beitt þöggunum sem beint hafa ESB inn á pólitíska braut sem flokkurinn telur að skaði trúnað, lögmæti og samkeppnishæfni sambandsins. Móderatar og sósíaldemókratar kröfðust hollustu við von der Leyen.
Atkvæðagreiðslan fór fram í dag og eins og við var búist náðist ekki tveir þriðju hlutar atkvæða til að fella von der Leyen. Einungis 175 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 360 gegn. 18 sátu hjá.
Upphaflega lagði rúmenski ESB-þingmaðurinn Gheorghe Piperaa fram vantrausttillöguna. Ursula von der Leyen braut innkaupareglur ESB þegar hún gerði bóluefnasamning við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, að verðmæti 35 milljarða evra af peningum skattgreiðenda. Von der Leyen hefur neitað að upplýsa um tölvupóstsamskipti við Bourla, þrátt fyrir að dómstóll ESB í maí hafi úrskurðað að slíkt bryti í bága við lög.
Hefur misbrúkað traustið
Svíþjóðardemókratar sem studdu vantraustið kröfðust þess að Von der Leyen verði rekin úr starfi. Charlie Weimers, ESB-þingmaður Svíþjóðardemókrata, segir von der Leyen aldrei hafa verið réttu manneskjuna í starfið sem sýni sig í lögbrotum hennar. Hann segir að Ursula von der Leyen hafi fyrirgert því trausti sem henni hefur verið sýnt.
Móderatar segja að þeir sem ekki styðji forseta framkvæmdastjórnarinnar séu að vinna fyrir Trump og Pútín. Tomas Tobé, ESB-þingmaður Móderata segir að það sé „algjört hneyksli“ að yfirleitt eyða orði á Pútín til að reyna að koma á friði í Úkraínu. Hann styður einnig ritskoðun í aðildarríkjum ESB til að koma í veg fyrir „rússneska upplýsingaóreiðu“ innan sambandsins, rétt eins og að almenningur séu eins og reyktir sviðakjammar án möguleika til eigin hugsunar. Hann og móderatar sameinst sænskum krötum sem finnst rétt að tjá sig gagnvart Bandaríkjunum með orðum eins og „Fuck Trump.“
Ursula von der Leyen hefur verið í forsetastóli ESB síðan 2019 og er inni a öðru kjörtímabili sínu. Hún náði kjöri með naumum meirihluta í bæði skiptin.