Volodymyr Zelenský, forseti Úkraínu, hefur nýlega kynnt „siguráætlun“ sína gegn Rússum. Hluti af áætluninni er að Úkraína fái aðild að hernaðarbandalagi Nató. Hann fylgir þeirri kröfu eftir með nýrri úrslitakröfu: Úkraína kemur sér upp kjarnorkuvopnum.
Volodymyr Zelenský, forseti Úkraínu, kynnti á miðvikudag „siguráætlun“ sína í stríðinu gegn Rússlandi. Í rauninni var áætlunin ítarleg endurskoðun á kröfum til Vesturlanda um fjárhagsstuðning, varnarmálaábyrgðir og aðild að hernaðarbandalagi Nató.
Nató-aðild mun ekki verða að veruleika í náinni framtíð. Samþykktir Nató leyfa ekki löndum í stríði að gerast aðilar. Samkvæmt Reuters verður Úkraínu ekki boðin aðild að Nató á næstunni. Zelenský byggir allan stríðsrekstur á stuðningi erlendra aðila og brást illur við því, að ekkert gengur með að verða aðili að Nató sem myndi þýða að Úkraínustríðið yrði opinberlega að þriðju heimsstyrjöldinni, þar sem Natóríkin öll væru komin í stríð við Rússland. Zelenský tilkynnti því á leiðtogafundi í Brussel í gær, að Úkraína myndi koma sér upp kjarnorkuvopnum til notkunar gegn Rússlandi. Hneykslaði þessi úrslitakostur viðstadda blaðamenn að sögn þýska Bild.
Geta fengið kjarnorkuvopn – aftur
Þegar Zelenský hitti Donald Trump fv. á hann að hafa sagt eftirfarandi:
„Annað hvort mun Úkraína eignast kjarnorkuvopn sem verða þá vörn okkar. Eða að fáum aðild að hernaðarbandalagi. Eina áhrifamikla bandalagið sem við þekkjum er Nató. Hvert þessara stóru kjarnorkuvelda landa hafa lent í stríðsátökum: Öll þeirra? Nei, bara eitt, Úkraína. Hver hefur hætt við notkun kjarnorkuvopna? Öll þeirra? Bara eitt, Úkraína. Hver er í stríði í dag? Úkraína.“
Það sem Zelenský á við með yfirlýsingunni er að til skamms tíma á tíunda áratugnum var Úkraína kjarnorkuvopnaþjóð. Sovétríkin geymdu kjarnorkuvopn á úkraínsku yfirráðasvæði þegar þau hrundu sem þýddi að Úkraína hafði allt að 1.700 kjarnaodda.
Úkraína afhenti Rússum kjarnorkuvopnin ár 1994 í skiptum fyrir tryggingu frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi um að virða sjálfstæði Úkraínu og landamæramörk. Árið 2001 afhenti Úkraína síðustu kjarnorkuvopnin.
Hversu langt er Zelenský reiðubúinn að ganga?
Hvort Úkraína hafi aðgang að tækninni er óljóst en yfirlýsingin sýnir hversu langt Zelenský er reiðubúinn að ganga áður en hann sest við borðið til að ræða og semja um frið. Rússar gera kröfur um að Úkraína yfirgefi svæðin sem Rússar stjórna og lofi að sækja ekki um aðild að Nató
Heimurinn er með andann í hálsinum, hvort Úkraínustríðið (eða stríð Ísraels í Miðausturlöndum) stigmagnist í heimsstyrjöld með kjarnorkuvopnum. Það mun koma í ljós, hvort Vesturlönd styðja kjarnorkuvopnaásetning Úkraínu gegn Rússlandi sem myndi án efa leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar með kjarnorkuvopnum.
Á sama tíma fjölgar löndum í hópi þeirra ríkja sem krefjast friðarviðræðna Úkraínu og Rússlands. Bæði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa lýst yfir vilja til friðarviðræðna þar sem Rússland verði boðið aðkoma að borðinu. Samtímis eru farið að bera a stríðsþreytu ekki bara í Úkraínu heldur einnig meðal þeirra sem styðja Úkraínu. Kjarnorkuvopnyfirlýsing Zelenský mun trúlega leiða til þess, að fleiri þjóðarleiðtogar sjái sig knúna til að þrýsta á friðarviðræður.
Sjá nánar Tass , RBC Ukraine og Kyiv Independent