Vegna fyrirhugaðrar hervæðingarræðu Úrsúlu von der Leyen næst komandi fimmtudag þann 6. mars, þá endurbirtir Þjóðólfur hluta greinar um samantekt Jóhanns Elíassonar viðskiptafræðings, um upphaf og sögu ESB. Jóhann lýsir ástandinu í lok seinni heimsstyrjaldarinnar sem nazistar töpuðu og þróun á viðleitninni að sameina Evrópu í Bandalagsríki líkt og Bandaríkin. Hitler og nasistaflokkur hans „Hinn Þjóðlegi Sósíalistíski Þýski Verkamannaflokkur“ áttu sér draum um pólitíska sameiningu álfunnar og margir hátt settir nazistar voru voru settir í ráðandi stöður í því ferli sem leiddi fram til stofnunar Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.

Jóhann Elíasson, viðskiptafræðingur BSc frá Háskólanum á Akureyri, rekstrarfræðingur frá Agder Distriktshøgskole í Noregi, iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands og stýrimaður (annað stig) frá Stýrimannaskólanum í Rvík.
Jóhann gæti reynst sannspár, þegar hann skrifar að það sé blekking að ESB hafi verið stofnað til að koma í veg fyrir stríð í Evrópu eins og talsmenn ESB gefa í skyn.
Lesa má bæklinginn neðar á síðunni. Þar eru rakin tengsl nokkurra hátt settra embættismanna ESB, meðal annrs Úrsúlu von der Leyen, við Nazistaflokk Hitlers. Faðir Úrsúlu, Ernst Albrecht, var einn af fyrstu starfsmönnum ESB (þá EBE) en hann var í fyrstu framkvæmdastjórn EBE undir stjórn Walter Hallstein, sem hafði verið hagfræði prófessor við háskólann í Rostoc á stríðsárunum og ráðgjafi nazista í efnahagsmálum og meðlimur í nazistaflokknum.
Jóhann Elíasson skrifar:
„Okkur hefur löngum verið talin trú um það að Kola- og Stálbandalagið (forveri ESB), hafi verið stofnað af þeirri hugsjón einni að í Evrópu verði ALDREI aftur stríð og lönd Evrópu myndu lifa í sátt og samlyndi til eilífðarnóns. En þetta er blekking og langt frá sannleikanum og eingöngu til þess að breiða yfir hvað raunverulega var í gangi og hefur verið síðan fyrstu hugmyndirnar um sameinaða Evrópu, komu fyrst fram. Þeir aðilar sem stjórna ESB, hefur gengið MJÖG vel að halda fortíð ESB leyndri og öflugir PR-menn hafa í anda Göbbels hafa haldið úti MIKILLI áróðursherferð, í þeim tilgangi að halda fortíð ESB leyndri og „hvítþvo“ þær persónur, sem voru stofnaðilar ESB og viðhalda þeirri blekkingu sem hefur verið í gangi í áratugi.“