Á fimmtudaginn staðfestu ungversk stjórnvöld að landið gengi úr Alþjóðaglæpadómstólnum, ICC, eins og tilkynnt var áður. Ungverjar gera það til að geta tekið opinberlega á móti Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels sem ICC hefur lýst stríðsglæpamann og ber að handtaka í öllum aðildarríkjum dómstólsins. ICC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að að dæma varnarstríð Ísraela gegn Hamas sem stríðsglæp og fyrir að hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Netanyahu.
Margir urðu forviða, þegar ICC lagði varnarstríð Ísraels gegn Hamas að jöfnu við innrás Rússa í Úkraínu. Dómstóllinn birti samtímis handtökuskipanir á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.
Handtökuskipunin þýðir að sérhver þjóð sem tengist ICC ber skylda til að handtaka Netanyahu sem stríðsglæpamann ef hann stígur fæti inn í landið. Til þess að Ungverjaland geti tekið á móti forsætisráðherra Ísraels í opinbera heimsókn án handtökuskyldu hefur Ungverjaland neyðst til að yfirgefa ICC.
Başbakan Binyamin Netanyahu, Macaristan Cumhurbaşkanı ve Başbakan Orban ile yapacağı siyasi ziyaret ve görüşmeler öncesinde bu akşam 'Zion Wing' uçağıyla Macaristan'ın başkentine indi. pic.twitter.com/yH9PJhxuQz
— Hasan Killik (@greenhousehasan) April 3, 2025
Á sameiginlegum blaðamannafundi þakkaði Netanyahu Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fyrir að hafa sýnt „hugrekki og staðfestu“ með því að fylgja ekki ICC. Netanyahu sagði:
„Það er mikilvægt fyrir öll lýðræðisríki að standa gegn þessarri spilltu stofnun.“
🇭🇺🇮🇱 Prime Minister @netanyahu in Budapest, the safest place in Europe. Welcome to Hungary, Prime Minister! pic.twitter.com/GI1cjGj6X1
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 3, 2025
Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, þakkaði einnig Orbán fyrir „siðferðilega, skýra og öfluga“ afstöðu sína til Ísraels:
„Hinn svo kallaði alþjóðlegi sakamáladómstóll hefur misst siðferðislegt vald sitt eftir að hafa troðið á grundvallarreglum alþjóðaréttar í ákafa sínum að brjóta á sjálfsvarnarrétti Ísraels.“
Dómstólnum hefur verið breytt í pólitískt verkfæri
Þegar ICC gaf út tilskipunina um handtöku Netanyahu, þá bauð Orban forsætisráðherra Ísraels í opinbera heimsókn til Ungverjalands. Orban sagði handtökuskipunina á hendur Netanyahu vera „fullkomna ærumeiðingu“ og brot á alþjóðalögum sem ICC skortir grundvöll og hefði enga heimild til að gera.
Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi forsætisráðherra Ungverjalands handtökuskipun ICC gegn Netanyahu:
„Þessum mjög mikilvæga dómstól hefur verið breytt í pólitískt verkfæri og Ungverjaland tekur ekki þátt í slíku.“
Blaðamannafundinn með Orban og Netanyahu má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan.