Ungverjaland ekki að grínast – mun senda ólöglega innflytjendur til Brussel

Bence Rétvári, utanríkisráðherra Ungverjalands á blaðamannafundi fyrir helgi. (Mynd skjáskot X).

Ríkisstjórn Ungverjalands tilkynnti á blaðamannafundi á föstudaginn, að flutningur ólöglegra innflytjenda frá Ungverjalandi til Brussel, sé ekkert grín. Rútur eru þegar tilbúnar fyrir flutningana. ESB viðhefur fjárkúgun og ESB-dómstóllinn sektaði Ungverjaland um 200 milljónir evra. Sá reikningur gjaldféll í byrjun mánaðarins. Ungverjaland mun ekki greiða „sekt” til annarra fyrir að framfylgja lýðræðislegum vilja ungversku þjóðarinnar sem hafnar innflytjendabrjálæði Evrópusambandsins.

Fyrir nokkru tilkynntu ungversk stjórnvöld, að þau myndu hefja flutning ólöglegra innflytjenda til höfuðstöðva ESB í Brussel. Evrópusambandið beitir fjárkúgun og neitar að greiða Ungverjalandi fé sem landið á rétt á samkvæmt reglum ESB nema að Ungverjaland taki upp stefnu ESB í innflytjendamálum sem ungverska þjóðin hefur hafnað.

ESB þvingar aðildarríkin að hafa fjöldainnflutning gegn vilja almennings

Valdhafar ESB hafa hingað til ekki tekið mark á yfirlýsingum ungverskra stjórnvalda í málinu. Bence Rétvári, utanríkisráðherra Ungverjalands sagði á blaðamannafundi s.l. föstudag, að stjórnvöld Ungverjalands væri ekki að grínast. Þeim væri full alvara og myndu kaupa farmiða fyrir ólöglega innflytjendur aðra leiðina til Brussel. Því yrði ekki hætt fyrr en Evrópusambandið afturkallaði fjárkúgunar- og refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi. Rétvári sagði:

„Fyrst að Brussel vill fá ólöglega innflytjendur, þá geta þeir fengið þá.”

Útflutningur Ungverjalands á ólöglegum innflytjendum til Brussel er svar ríkisstjórnar Ungverjalands við úrskurði Evrópudómstólsins í júní sem dæmdi Ungverjaland til að greiða 200 milljónir evra sekt og eftir það eina milljón evra daglega. ESB ætlar að viðhalda þessari fjárkúgun, þar til Ungverjaland gefur sig og samþykkir innflytjendastefnu ESB.

Ríkisstjórn Ungverjalands undir forystu Viktors Orbáns forsætisráðherra ætlar ekki að láta undan. Hún hefur tilkynnt, að hún muni hefja málssókn gegn ESB og reyna fá sektunum hnekkt. Að auki krefst Ungverjaland greiðslu fyrir þá milljarða sem þeir hafa verið tilneyddir til að verja í landamæragæslu, til dæmis að byggja gaddavírsgirðingu með fram suðurlandamærunum.

Frestur til að greiða 200 milljarða evru sektina rann út í byrjun september. Engin greiðsla hefur borist og mun ekki berast samkvæmt stjórnvöldum Ungverjalands. Eflaust mun jörðin hitna eitthvað undir fínu stólunum í Brussel við þessa andstöðu ungversku þjóðarinnar.

Fara efst á síðu