Ungverjaland: Ævilangt skattfrelsi fyrir mæður með tvö eða fleiri börn

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, leggur til ævilangt skattfrelsi fyrir mæður með tvö eða fleiri börn. Það þýðir að mæðurnar eru undanþegnar tekjuskatt af störfum sínum. Er það liður í röð efnahagslegra örvunaraðgerða sem ríkisstjórn Ungverjalands innleiðir að snúast gegn fækkun barneigna.

Ungverska ríkisstjórnin hefur áður innleitt fjárhagsaðstoð fyrir barneignafjölskyldur. Það hafði áhrif um tíma, en betur þarf til svo fæðingartíðni haldist há. Bloomberg greinir frá.

Þrátt fyrir fyrri örvunaraðgerðir í formi niðurgreiddra húsnæðislána og annarra aðgerða til að gera það eftirsóknarverðara að eignast börn, þá lækkaði fæðingartíðni í Ungverjalandi í fyrra. Meira þarf því til og núna verður bætt við fyrri hvatningaraðgerðir með ævilöngu skattfrelsi fyrir mæður sem eignast tvö eða fleiri börn.

Orbán greindi frá þessu í ræðu sinni um stöðu þjóðarinnar s.l. laugardag. Áformin eru að auka hvatningu til barneigna með því að létta enn frekar á efnahagslegum kvöðum barnafjölskyldna.

Auk þess að mæður tveggja barna eða fleiri þurfi ekki að borga tekjuskatt það sem eftir er ævinnar, þá ræddi forsætisráðherra einnig um undanþágu tiltekinna matvæla frá virðisaukaskatti. Er um matvæli að ræða sem heimili barnafólks neyta í mestum mæli.

Fara efst á síðu